A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vegna ljósleiðaratenginga í Strandabyggð 2017

| 24. febrúar 2017
Ljósmyn: Jón Jónsson
Ljósmyn: Jón Jónsson

Fyrr á árinu auglýsti fjarskiptasjóður eftir umsóknum frá sveitarfélögum vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Sveitarfélagið Strandabyggð sótti um styrk eins og flest sveitarfélög á Vestfjörðum en þrjátíu milljónir voru til úthlutunar á því svæði.

Sendar voru inn sjö mismunandi umsóknir vegna þriggja svæða í sveitarfélaginu Strandabyggð. Í fyrsta lagi fyrir svæðið sunnan Hólmavíkur, þar sem búið er að leggja stofnstreng með tengibrunnum frá Brú að Hólmavík. Í öðru lagi svæðið norðan Hólmavíkur að Steingrímsfjarðarheiði, en þar þarf að leggja stofnstreng frá Hólmavík. Í þriðja lagi er svo sá hluti sveitarfélagsins sem liggur að Ísafjarðardjúpi, en mjög mikill munur er á áætlunum um kostnað á þessum þremur svæðum vegna vegalengda sem er frá tengipunktum að styrkhæfum stöðum.

Styrkhæfir staðir eru einungis í dreifbýli og samkvæmt reglum fjarskiptasjóðs einungis þau heimili þar sem er bæði lögheimili og heilsársbúseta og fyrirtæki með heilsársstarfsemi. Kirkjur, veiðihús og félagsheimili eru styrkhæf ef þar er heilsársstarfsemi þótt hún sé mismikil eftir árstímum. Einnig eru fjarskiptastaðir almennt styrkhæfir.

Heimilt er að tengja hvaða aðra byggingu sem er sem hluta af ljósleiðaravæðingu sveitarfélags, þótt styrkveiting fjarskiptasjóðs sé aðeins vegna staða sem uppfylla ofangreind skilyrði.

Niðurstaða úr umsókn Strandabyggðar var að styrkur upp á ellefu milljónir fékkst frá Fjarskiptasjóði til tenginga við staði sunnan Hólmavíkur, en skilyrt er að verkefnið  klárist á árinu 2017. Einnig var úthlutað til Strandabyggðar einni milljón í sérstakan byggðastyrk vegna ljósleiðaralagningar á árinu.

Núna er verið að athuga áhuga íbúa á tengingum á styrkhæfum stöðum og gera áætlanir um framgang verkefnisins. Í framhaldinu verður kannað með áhuga á tengingum við staði sem eru ekki styrkhæfir.

Sveitarfélagið hefur einnig hafið vinnu við áætlanir um tengingar á þeim svæðum sem ekki fékkst styrkur til að tengja á þessu ári og vonast til að framhald verkefnisins verði með þeim hætti að hægt verði að hefja vinnu og klára það strax á næsta ári.

Nánari upplýsingar um reglur og skilmála verkefnisins er hægt að nálgast á vef Fjarskiptasjóðs.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón