A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vel heppnaður íbúafundur um tómstundir

| 07. maí 2012
Frá íbúafundi um tómstundir - ljósm. IV
Frá íbúafundi um tómstundir - ljósm. IV
« 1 af 5 »
Fimmtudaginn 3. maí sl. var haldinn íbúafundur um tómstundir í Félagsheimilinu á Hólmavík. Tómstundafulltrúi Strandabyggðar, Arnar S. Jónsson, stóð fyrir fundinum sem var ágætlega sóttur og afar gagnlegur til að varpa ljósi á stöðu og framtíðarsýn tómstundastarfs, menningarstarfs, íþrótta og aðstöðu fyrir þessa málaflokka innan sveitarfélagsins.

Unnið var í fjórum hópum; félagslífi og tómstundastarfi, menningarstarfi og mannlífi, húsnæði og aðstöðu og íþróttum og heilsu. Í hverjum hópi fóru fram umræður um hvað væri vel gert, hvað mætti bæta og hvað væri mikilvægast.

Mjög mikill fjöldi athugasemda og góðra hugmynda kom fram á fundinum sem verður án efa nýtt til stefnumótunar til framtíðar í þessum málaflokki. Tómstundafulltrúi vinnur nú úr gögnunum sem munu birtast hér á vefnum eins fljótt og mögulegt er. Íbúum er þökkuð góð og virk þátttaka á fundinum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón