Vestfirðingar funda á Hólmavík
| 20. mars 2011
Fjölmenni var á fundi á Hólmavík á dögunum þegar framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjörðum komu saman ásamt stjórnum og starfsfólki Fjórðungssambands Vestfjarða, Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða, Menningarráðs Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Vaxtarsamnings Vestfjarða. Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjörðum voru að hittast í annað sinn á þessu ári til að fara yfir sameiginleg verkefni framundan og brýn hagsmunamál, en framkvæmdastjórarnir telja mikilvægt að samnýta krafta sveitarfélaganna við áframhaldandi uppbyggingu og þróun atvinnu- og mannlífs á Vestfjörðum.