Við eigum samleið / Lögin sem allir elska
| 07. maí 2015
Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars og Jogvan Hansen standa fyrir tónleikum í Hólmavíkur kirkju þirðjudaginn 12. maí, þau hafa þetta að segja um uppátækið:
Fyrir 2 árum byrjuðu þau Jogvan,Sigga Beinteins og Guðrún Gunnars að syngja saman gömlu góðu lögin sem þau heyrðu í útvarpinu í æsku. Það er að segja Sigga og Guðrún, því Jogvan ólst upp í Færeyjum og hefur því verið að upplifa flest þessara laga í fyrsta skipti. En engu að síður náðu þau öll þrjú svona ljómandi vel saman í flutningi þessara gömlu dægurlaga, að þau hafa ekki stoppað síðan. Nú hafa þau ákveðið að leggja af stað í tónleikaferð um Vesturland og Vestfirði, og byrja í Hólmavík þriðjudaginn 12.maí og enda á Ísafirði föstud 15.maí.
"Viðtökurnar hafa verið svo ótrúlega góðar" segir Sigga, "að það hefur selst upp í hvert einasta skipti í Salnum. Það er alveg greinilegt að fólk vill heyra þessar perlur og þær eru sjaldan fluttar live, við þrjú hreinlega elskum að syngja þetta efni."
Jogvan segir að hann sé búin að taka ástfóstri við þessi lög, hann sé líka gömul sál og líki vel að syngja gamla standarda. "Ég á t.d. ekki orð yfir hversu fallegt lag Dagný er, eftir Sigfús Halldórsson, þetta er bara eitthvað fallegasta lag sem ég hef heyrt og ég er strax farin að spá í að gefa það út á færeysku". Jogvan tekur svo fram hlæjandi að ástæðan fyrir því að hann var valin með, sé sennilega sú að ná meðalaldri sönghópsins aðeins niður, og við þessi orð taka þau öll þrjú bakföll úr hlátri.
"Við gerum stólpagrín að okkur sjálfum bæði á sviði og utan sviðs". Segir Guðrún. " Ég held að það sem hafi gert þessa tónleika svona vinsæla sé léttleikinn sem svífur yfir, við segjum sögur og fróðleik á bak við lögin í bland við sögur af okkur sjálfum og höfum svo innilega gaman að hvert öðru".
Sigga Beinteins á ættir að rekja vestur til Súðavíkur og Guðrún sömuleiðis til Ísafjarðar og Súðavíkur. Þær stöllur hlakka mikið til að koma vestur og Sigga segir að það séu ár og dagar síðan hún hafi síðast sungið fyrir Vestfirðinga og hún hafi bara aldrei sungið í Hólmavíkurkirkju svo þangað verður gaman að koma. Með í för verður Karl Olgeirsson píanóleikarinn knái, og verða tónleikarnir Hómavíkurkirkju þirðjudaginn 12. maí. " Þetta eru lögin sem allir elska og þekkja, fólk fer með yl í hjarta heim af þessum tónleikum". Segja þau Jogvan,Sigga og Guðrún, að lokum.
Fyrir 2 árum byrjuðu þau Jogvan,Sigga Beinteins og Guðrún Gunnars að syngja saman gömlu góðu lögin sem þau heyrðu í útvarpinu í æsku. Það er að segja Sigga og Guðrún, því Jogvan ólst upp í Færeyjum og hefur því verið að upplifa flest þessara laga í fyrsta skipti. En engu að síður náðu þau öll þrjú svona ljómandi vel saman í flutningi þessara gömlu dægurlaga, að þau hafa ekki stoppað síðan. Nú hafa þau ákveðið að leggja af stað í tónleikaferð um Vesturland og Vestfirði, og byrja í Hólmavík þriðjudaginn 12.maí og enda á Ísafirði föstud 15.maí.
"Viðtökurnar hafa verið svo ótrúlega góðar" segir Sigga, "að það hefur selst upp í hvert einasta skipti í Salnum. Það er alveg greinilegt að fólk vill heyra þessar perlur og þær eru sjaldan fluttar live, við þrjú hreinlega elskum að syngja þetta efni."
Jogvan segir að hann sé búin að taka ástfóstri við þessi lög, hann sé líka gömul sál og líki vel að syngja gamla standarda. "Ég á t.d. ekki orð yfir hversu fallegt lag Dagný er, eftir Sigfús Halldórsson, þetta er bara eitthvað fallegasta lag sem ég hef heyrt og ég er strax farin að spá í að gefa það út á færeysku". Jogvan tekur svo fram hlæjandi að ástæðan fyrir því að hann var valin með, sé sennilega sú að ná meðalaldri sönghópsins aðeins niður, og við þessi orð taka þau öll þrjú bakföll úr hlátri.
"Við gerum stólpagrín að okkur sjálfum bæði á sviði og utan sviðs". Segir Guðrún. " Ég held að það sem hafi gert þessa tónleika svona vinsæla sé léttleikinn sem svífur yfir, við segjum sögur og fróðleik á bak við lögin í bland við sögur af okkur sjálfum og höfum svo innilega gaman að hvert öðru".
Sigga Beinteins á ættir að rekja vestur til Súðavíkur og Guðrún sömuleiðis til Ísafjarðar og Súðavíkur. Þær stöllur hlakka mikið til að koma vestur og Sigga segir að það séu ár og dagar síðan hún hafi síðast sungið fyrir Vestfirðinga og hún hafi bara aldrei sungið í Hólmavíkurkirkju svo þangað verður gaman að koma. Með í för verður Karl Olgeirsson píanóleikarinn knái, og verða tónleikarnir Hómavíkurkirkju þirðjudaginn 12. maí. " Þetta eru lögin sem allir elska og þekkja, fólk fer með yl í hjarta heim af þessum tónleikum". Segja þau Jogvan,Sigga og Guðrún, að lokum.