Við erum flutt!
| 16. desember 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar.
Skrifstofa Strandabyggðar er flutt í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 25. Við kveðjum Þróunarsetrið með mikið þakklæti í huga, því sú ráðstöfun á sínum tíma að stefa þar saman ólíkum einstaklingum, stofnunum og jafnvel fyrirtækjum, var góð og skapaði mikla og mikilvæga gerjun í okkar samfélagi. Sú gerjun og nýsköun heldur áfram í Þróunarsetrinu. Sveitarfélagið mun þó áfram halda alla sína stærri fundi, sveitarstjórnarfundi og aðra viðburði í Þróunarsetrinu og sem leigusali, koma að mótun þess og uppbyggingu í framtíðinni.
En skrifstofan er sem sé flutt og við fögnum þeim áfanga. Nú verður einfaldara fyrir íbúa að sinna erindum sínum á skrifstofu Strandabyggðar. Við erum að koma okkur fyrir, taka upp úr kössum og flyta síðustu hlutina, en formleg starfsemi er engu að síður hafin að Hafnarbraut 25.
Við bjóðum alla velkomna, að viðhöfðum öllum sóttvarnarreglum að sjálfsögðu.
Kveðja
Starfsmenn á skrifstofu Strandabyggðar
Skrifstofa Strandabyggðar er flutt í nýtt húsnæði að Hafnarbraut 25. Við kveðjum Þróunarsetrið með mikið þakklæti í huga, því sú ráðstöfun á sínum tíma að stefa þar saman ólíkum einstaklingum, stofnunum og jafnvel fyrirtækjum, var góð og skapaði mikla og mikilvæga gerjun í okkar samfélagi. Sú gerjun og nýsköun heldur áfram í Þróunarsetrinu. Sveitarfélagið mun þó áfram halda alla sína stærri fundi, sveitarstjórnarfundi og aðra viðburði í Þróunarsetrinu og sem leigusali, koma að mótun þess og uppbyggingu í framtíðinni.
En skrifstofan er sem sé flutt og við fögnum þeim áfanga. Nú verður einfaldara fyrir íbúa að sinna erindum sínum á skrifstofu Strandabyggðar. Við erum að koma okkur fyrir, taka upp úr kössum og flyta síðustu hlutina, en formleg starfsemi er engu að síður hafin að Hafnarbraut 25.
Við bjóðum alla velkomna, að viðhöfðum öllum sóttvarnarreglum að sjálfsögðu.
Kveðja
Starfsmenn á skrifstofu Strandabyggðar