Við flytjum!
| 14. desember 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,
Í þessari viku er stefnt að því að skrifstofa Strandabyggðar flytji úr Þróunarsetrinu í Hafnarbraut 25. Þið hafið án efa tekið eftir framkvæmdum þar að undanförnu, en ákveðið var að mála, leggja tölvutengingar og og rafmagn í húsnæðið og gera minniháttar breytingar og lagfæringar. Gert er ráð fyrir því að flytja á miðvikudag og fimmtudag.
Við munum upplýsa nánar um þessa flutninga síðar og eins hvernig við sjáum fyrir okkur nýtingu á Þróunarsetrinu í framhaldinu, en það er ljóst að nú skapast færi á að laða að störf án staðsetningar o.s.frv. Ferðamálastofa hefur þegar tekið á leigu eitt herbergi og eins liggur fyrir að stofnanir sem fyrir eru munu auka við sig að einhverju leyti.
Í þessu felast ný tækifæri og það er einmitt það sem við þurfum núna!
Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar
Í þessari viku er stefnt að því að skrifstofa Strandabyggðar flytji úr Þróunarsetrinu í Hafnarbraut 25. Þið hafið án efa tekið eftir framkvæmdum þar að undanförnu, en ákveðið var að mála, leggja tölvutengingar og og rafmagn í húsnæðið og gera minniháttar breytingar og lagfæringar. Gert er ráð fyrir því að flytja á miðvikudag og fimmtudag.
Við munum upplýsa nánar um þessa flutninga síðar og eins hvernig við sjáum fyrir okkur nýtingu á Þróunarsetrinu í framhaldinu, en það er ljóst að nú skapast færi á að laða að störf án staðsetningar o.s.frv. Ferðamálastofa hefur þegar tekið á leigu eitt herbergi og eins liggur fyrir að stofnanir sem fyrir eru munu auka við sig að einhverju leyti.
Í þessu felast ný tækifæri og það er einmitt það sem við þurfum núna!
Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar