A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Viðburðarvikan aðgengileg á vef

| 23. apríl 2014
Það er gaman að búa í Strandabyggð, enda nóg um að vera, svo mikið að það getur skapað streitu að halda utan um skipulag frítímans.

Einstaklingar og fjölskyldur eiga oft erfitt með að halda utan um alla þá frítímaþjónustu sem hver og einn vill nýta sér og taka þátt í. Því hefur verið brugðið til þess ráðs að taka saman dagatal yfir reglulega viðburði í Strandabyggð. Viðburðatalið er aðgengilegt á slóðinni http://strandabyggd.is/thjonusta/vidburdarvikan/ eða undir flipanum Þjónusta og svo Viðburðarvika hér til vinstri. Einnig er það aðgengilegt í prentvænni útgáfu.  Nú getur hver og einn prentað dagskránna út og til dæmis fest á ísskápinn og litað viðburði í lit hvers fjölskyldumeðlims fyrir sig.

Ef einhverja viðburði vantar eða ef breyta þarf upplýsingum er sjálfsagt að hafa samband við tómstundafulltrúa í tölvupósti.
Skilyrði fyrir því að birtast í viðburðartalinu er að viðburðurinn sé reglulegur og öllum opinn.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón