A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Viltu hjálpa þeim sem þurfa aðstoð?

| 23. mars 2020

Nú eru skrýtnir og fordæmalausir tíma í okkar samfélagi og það reynir á okkur öll á einhvern hátt.  Samstaða og samvinna íbúa er mikilvæg nú sem aldrei fyrr og  því hafa  Strandabyggð, Rauði Krossinn og sóknarprestur, í sameiningu ákveðið að útbúa lista yfir sjálfboðaliða sem gætu hugsað sér að aðstoða íbúa Strandabyggðar sem eiga erfitt  eða þurfa aðstoð í daglegu lífi.  Hér sjáum við fyrir okkur aðstoð við að fara í búð fyrir þá sem eiga ekki heimangengt, aðstoð varðandi ferðir á pósthús eða aðrar útréttingar, eða bara símtal og spjall, sáluhjálp eða annar stuðningur.

Við leitum að sjálfboðliðum í þessi verkefni.  Ef þú vilt hjálpa, hafðu þá samband við skrifstofu Strandabyggðar í síma 451-3510 eða í síma sóknarprests, Sigríðar Óladóttur; 862-3517 og látið skrá ykkur á listann.  Skrifstofa Strandabyggðar mun halda utan um listann og hafa samband ef aðstoðar er þörf.

Stöndum saman á þessum skrýtnu tímum.  Það auðveldar okkur lífið.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón