A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vorboðinn ljúfi: Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík

| 13. apríl 2011

Á vef Grunn- og Tónskólans á Hólmavík kemur fram að einn af hinum ljúfu vorboðum í Strandabyggð, vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir í Hólmavíkurkirkju miðvikudags- og fimmtudagskvöldið 13. og 14. apríl kl. 19.30. Þar munu tæplega 70 nemendur Tónskólans stíga á svið og flytja vel valin tónlistaratriði fyrir tónleikargesti undir stjórn tónlistarkennaranna Önnu Sólrúnar Kolbeinsdóttur, Bjarna Ómars Haraldssonar, Barböru Óskar Guðbjartsdóttur, Viðars Guðmundssonar og Stefáns Jónssonar. Nemendur Tónskólans hafa tekist á við bæði fjölbreytt og skemmtileg verkefni í vetur. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana en Tónskólinn minnir á söfnunarkassann. Hefð er fyrir því að tekið er á móti frjálsum framlögðum til hlóðfærakaupa fyrir skólann. Efnisdagskrá tónleikanna má sjá hér http://strandabyggd.is/ymsar_skrar/skra/206/

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón