Vortónleikar 1.maí
Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. apríl 2018
Kvennakórinn Norðurljós heldur sína árlegu vortónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 14.00 þriðjudaginn 1. maí. Á dagskránni eru ýmis dægurlög, allt frá gömlum góðum uppáhaldslögum að eldhressum eurovisionslögurum. Að venju er boðið upp á kaffihlaðborð í Félagsheimilinu á Hólmavík að tónleikum loknum. Stjórnandi er Sigríður Óladóttir og undirleik annast Viðar Guðmundsson, Gunnlaugur Bjarnason og Guðmundur Jóhannson. Aðgangseyrir er kr. 3000 fyrir 14 ára og eldri, 1500 f. 6-13 ára en frítt fyrir leikskólaaldur. Ekki er tekið við kortagreiðslum.