Vortónleikar kvennakórsins Norðurljósa
Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík heldur vortónleika í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 29. maí mæstkomandi og hefjast tónleikarnir kl. 16:00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt að vanda. Kórinn mun meðal annars flytja lög eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Magnús Eiríksson og Guðmund Jónsson sem Kjartan Valdimarsson píanóleikari útsetti sérstaklega fyrir kórinn. Auk þess eru á efnisskránni lög eftir Bubba Morthens, KK, Egil Ólafsson, Trausta Bjarnason og fleiri. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason.
Kaffihlaðborð verður í Félagsheimilinu fyrir tónleikagesti að tónleikum loknum. Aðgangseyrir er kr. 2.000.- fyrir fullorðna og 1.000.- fyrir börn 6-14 ára. Athygli er vakin á því að ekki er posi á staðnum.