A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Yfirlýsing vegna ástandsins í Úkraínu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. mars 2022


Á sveitarstjórnarfundi í gær 8. mars var lögð fram hvatning frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar um að taka undir og undirrita yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) um að evrópskir sveitarstjórnarmenn fordæmi brot á sjálfstæði og sjálfræði Úkraínu og lýsi yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra.  

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti að skrifa undir yfirlýsinguna og fordæmir innrás Rússa í Úkraínu. Sveitarstjórn vill einnig hvetja eigendur íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu sem ekki er í notkun sem slíkt á ársgrundvelli, að íhuga hvort það gæti nýst fyrir flóttafólk.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarsetur hafa opnað vefsíðu þar sem hægt er að skrá leiguhúsnæði vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Ef þú átt hús, íbúð eða annað viðeigandi húsnæði fyrir flóttafólk sem kemur til Íslands á flótta undan núverandi ástandi í Úkraínu, getur þú skráð það á síðunni.

Í fyrsta skrefi er einungis leitað að húsnæði en þeim sem hafa eitthvað annað fram að færa sem nýst getur fólki í Úkraínu er bent á hjálparstofnanir.

Hér getur þú skráð leiguhúsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón