A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 29. október 2014

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 29. október 2014, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Bryndís Sveinsdóttir, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir og Jóhann L. Jónsson. Andrea K. Jónsdóttir ritaði fundargerð.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Staða atvinnumála í Strandabyggð
  2. Önnur mál

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

  1. Staða atvinnumála í Strandabyggð
  2. Farið var yfir stöðu mála varðandi embætti sýslumanns á Vestfjörðum og til hvaða aðgerða hefur verið gripið á vegum sveitarfélagsins. Ítrekað hefur  verið fjallað um málið af hálfu sveitarstjórnar á þeim vettvangi sem fyrir hendi er, s.s. við þingmenn kjördæmisins, við ráðherra, á vettvangi Fjórðungsþings Vestfirðinga og í fjölmiðlum.

    Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd leggur til að ítrekaðir verða kostir Strandabyggðar hvað staðsetningu varðar þegar kemur að vali á staðsetningu sýslumannsembættis á Vestfjörðum.  Til vara þarf að leggja áherslu á að ef embættið verður staðsett annarsstaðar en á Hólmavík að þá verði tryggð þau stöðugildi sem fyrir eru og að löglærður fulltrúi verði staðsettur á Hólmavík.

    Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að óskað verði eftir fundi með innanríkisráðherra um málið.
  3. Farið var yfir stöðu mála varðandi smábátaútgerð í Strandabyggð og til hvaða aðgerða hefur verið gripið og hvað er framundan. Ítrekað hefur verið fjallað um málið á vettvangi  sem fyrir hendi er, s.s. við þingmenn kjördæmisins, við ráðherra, á vettvangi Fjórðungsþings Vestfirðinga og í fjölmiðlum. Send hefur verið formleg ósk á sjávarútvegsráðuneytið um fund við Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra til að fara yfir stöðuna og leita lausna. Áður hefur verið óskað eftir fundi með ráðherra en þeirri ósk hefur ekki verið svarað.  Hópur smábátasjómanna kom í spjall við sveitarstjórnarmenn til að fara yfir stöðuna og til að upplýsa sveitarstjórn um stöðu útgerðarinnar. Í framhaldi af því var leitað til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða til að vinna greiningu á stöðu mála og til að leita lausna. Auk þessa var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 21. október sl. að óska eftir frekari  aðstoð frá Atvinnuþróunarfélaginu vegna atvinnumála í  sveitarfélaginu.
  4. Farið var yfir stöðu mála varðandi lokunar á útibúi Arionbanka þann 5. nóvember n.k.  og til hvaða aðgerða hefur verið gripið og hvað er framundan. Sveitarstjórn gerði ályktun varðandi lokun útibúsins sem send var á þingmenn kjördæmisins og í fjölmiðla þar sem hún fékk töluverða athygli.

    Nefndin  leggur til að málinu verði fylgt eftir og óskað verði eftir rökstuðningi og skýringum á ákvörðun Arionbanka um lokun útibúsins á Hólmavík.


    Jóhann L.  Jónsson vék af fundi kl. 17:10.

    1. Önnur mál

      Engin önnur mál voru rædd.

 

 

Fundargerð undirrituð og fundi slitið kl. 17:30

 

 

29. október 2014

Haraldur V. A. Jónsson
Bryndís Sveinsdóttir
Guðrún Elinborg Þorvaldsdóttir
Jóhann L. Jónsson

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón