A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnu-,dreifbýlis- og hafnarnefnd 5. desember 2022

Fundur mánudaginn 5. desember 2022 kl. 17.00, í kaffistofu skrifstofu sveitarfélagsins,
Hafnarbraut 25.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Starfsáætlun ADH nefndar 2023
2. Málþing um atvinnumál í Strandabyggð
3. Fundir með aðilum í:
   a) landbúnaði
   b) sjávarútvegi.
4. Önnur mál.

Fundur settur kl 17.00 og gengið til dagskrár. Engar athugasemdir við fundarboðun. Eftirtaldir
sátu fundinn: Marta Sigvaldadóttir varamaður fyrir Henrike Stuehff, Már Ólafsson, varamaður fyrir
Óskar Hafstein Halldórsson, Björk Ingvarsdóttir, Þórður Halldórsson og Þorgeir Pálsson sem ritaði
fundargerð.

Umræða:

1. Starfsáætlun ADH nefndar 2023
Rætt var um fjölda funda og þá áherslu sveitarstjórnar að fækka nefndarfundum á komandi ári, til
að a) skerpa nálgun og umræðu og b) draga úr kostnaði. Fundarmenn voru sammála þeirri nálgun
og samþykkt var samhljóða að fækka fundum í ADH nefnd í 3 á ári. Var ákveðið að þeir fundir yrðu
í apríl, júní/júlí og október. Einnig var ákveðið að hægt væri að kalla nefndina saman til aukafundar
ef slíkt yrði nauðsynlegt.

2. Málþing um atvinnumál í Strandabyggð
Rætt var um nálgun og umfang og voru nefndarmenn sammála um að einblína á hagsmuni
sveitarfélagsins og draga þannig úr umfangi fundarins. Rætt var um að tengja samtök
atvinnurekenda á Ströndum við þessa vinnu, og hefur þegar átt sér stað umræða með þeim.
Áherslur málþingsins ættu að vera: landbúnaður, sjávarútvegur og stefnumótun Strandabyggðar í
atvinnumálum. Formanni var falið að undirbúa dagskrá og kynningu á málþinginu.

3. Fundir með aðilum í:
a. Landbúnaði. Rætt var um að senda bréf á aðila í landbúnaði og fá þannig fram
skoðanir, ábendingar um hvað mætti betur fara, fjallskil og annað tengt
atvinnugreininni. Ákveðið var að halda fund í mars á næsta ári. Formanni falið að
undirbúa fundinn.b. Sjávarútvegi. Rætt um að boða fund fljótlega í janúar. Meðal umræðuefna væri;
tiltekt á Tanganum, umgengni á bryggjunni ofl. Formanni falið að undirbúa
fundinn.

4. Önnur mál. Formaður sýndi kynning aðila sem vinna að undibúningi hótelbyggingar á
Hólmavík.

Fleira ekki rætt, fundargerð lesin og staðfest. Fundi slitið kl: 18:10.

Þorgeir Pálsson
Marta Sigvaldadóttir
Björk Ingvarsdóttir
Óskar Hafsteinn Halldórsson
Þórður Halldórsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón