A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hafnarnefnd - 26. maí 2008

Mánudaginn 26. maí  2008 var haldinn fundur í Hafnarnefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl 17:00. Mættir voru Jóhann L. Jónsson og Jón Stefánsson. Einnig sátu fundinn Sigurður Marinó Þorvaldsson hafnarvörður og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Jóhann setti fundinn og stjórnaði honum.

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Ársreikningur Hafnasambands Íslands.
2. Málefni hafnarinnar og verkefni framundan.
3. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár.

1. Ársreikningur Hafnasambands Íslands. 
Borist hefur bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 8. maí 2008 ásamt ársreikningi fyrir árið 2007. Lagt fram til kynningar.

2. Málefni hafnarinnar og verkefni framundan. 
Sigurður Marinó fór yfir verkefnastöðu en búið er að samþykkja hjá Siglingastofnun að flýta framkvæmdum við stóru bryggjuna og hefja undirbúning og útboð á þessu ári. Setja þarf nýtt stálþil og þekju og er áætlaður kostnaður vegna þessa 93 millj. kr. en gera má ráð fyrir að sveitarfélagið þurfi að greiða a.m.k. 30% af þeim kostnaði, jafnvel meira, þar sem búið er enn og aftur að fresta framkvæmd ákvæðis í lögum þess efnis að greiðsluhlutfall ríkis sé 90%. 

Þá hefur verið samþykkt hjá Siglingastofnun að veita allt að 6 millj. kr. til að styrkja grjótvörn við höfnina sem fór afar illa þann 30. desember 2007. Er talið að kostnaður við grjótvarnir verði mun hærri enda víða sem vantar styrkingu og varnir. 

3. Önnur mál. 
Laga þarf svæði milli beitingagáma og setja þrifalag á milli þeirra. Best væri þó að fjarlægja gámana og steypa undir þá eins og gera átti upphaflega.

Þá er nauðsynlegt að endurskoða legu upptökubrautar enda núverandi braut full lítil fyrir stærri báta. 

Þá þarf að sækja um að setja ljós á siglingamerki og athuga hvort rétt ljós sé á enda grjótgarðs en það ljós er grænt en grunur er um að það eigi að vera rautt.

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fleira ekki gert, fundi slitið kl 18:30.

Jón Stefánsson                           
Jóhann L. Jónsson                        
Sigurður M. Þorvaldsson                   
Ásdís Leifsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón