Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 8. júlí 2010
Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:
1. Umsókn frá Jóni Gísla og Brynju vegna rifs á skúr við Kópnesbraut 21.
2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Kálfaness 2.
3. Umsókn frá Mílu ehf um uppsetningu endurvarpskerfis á lóð nr. 4 á Nauteyri.
4. Umsókn um lóð undir frístundahús í Skeljavíkurlandi.
5. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár:
1. Umsókn frá Jóni Gísla og Brynju vegna rifs á skúr við Kópnesbraut 21
Nefndin samþykkir að veita leyfi fyrir niðurrifi skúrsins.
2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Kálfaness 2
Nefndin samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í landi Kálfaness 2. Skráningartafla liggur fyrir. Nefndin samþykkir að kalla eftir afriti af samþykki meðeigenda að landinu, Kálfanesi 2.
3. Umsókn frá Mílu ehf um uppsetningu endurvarpskerfis á lóð nr. 4 á Nauteyri
Nefndin samþykkir að veita leyfi fyrir uppsetningu endurvarpskerfi á lóð nr. 4 á Nauteyri.
4. Umsókn um lóð undir frístundahús í Skeljavíkurlandi
Nefndin leggur til að Árni M. Björnssyni verði úthlutað lóð þeirri sem hann sækir um, þ.e. lóð C í Skeljavíkurlandi. Nefndin leggur einnig til að lóðarúthlutun falli úr gildi ef framkvæmdir verði ekki hafnar á lóðinni innan eins árs.
5. Önnur mál
a) Kynning vegna hugsanlegrar kæru vegna endurbóta á vegi við jörðina Grænanes.
b) Rætt um fundartíma og viðveru byggingarfulltrúa á fundum.
c) Rætt um leiksvæði fyrir börn út í „Túnum". Kanna á málið fyrir næsta fund.
d) Rætt var um afmörkun á götu milli Fiskislóðar og Höfðagötu. Hægt væri að afmarka götuna t.d. með grasi.
e) Nýjar og breyttar lóðir þarf að staðfesta í byggingarnefnd.
Lóðauppdráttur vegna golfvallar er samþykktur með þeim breytingum sem Golfklúbburinn gerir á fyrirliggjandi samkomulagi.
Aðar breytingar voru kynntar fyrir nefndinni en ekki er tímabært að fjalla um þær ennþá.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.
Valgeir Örn Kristjánsson (sign)
Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)
Þorsteinn Paul Newton (sign)
Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)
Ingimundur Jóhannsson (sign)
Gísli Gunnlaugsson (sign)