A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd - 8. júlí 2010

Fundur haldinn í Bygginga-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 8. júlí 2010 kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut. Valgeir Örn Kristjánsson formaður nefndarinnar setti fundinn og stjórnaði honum. Aðrir fundarmenn voru Sigurður Marinó Þorvaldsson, Þorsteinn Paul Newton og Hafdís Sturlaugsdóttir aðalmenn og Ingimundur Jóhannsson varamaður. Einnig sat fundinn Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi. Hafdís Sturlaugsdóttir ritaði fundargerð. 

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

1. Umsókn frá Jóni Gísla og Brynju vegna rifs á skúr við Kópnesbraut 21.

2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Kálfaness 2.

3. Umsókn frá Mílu ehf um uppsetningu endurvarpskerfis á lóð nr. 4 á Nauteyri.

4. Umsókn um lóð undir frístundahús í Skeljavíkurlandi.

5. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Umsókn frá Jóni Gísla og Brynju vegna rifs á skúr við Kópnesbraut 21

Nefndin samþykkir að veita leyfi fyrir niðurrifi skúrsins.

 

2. Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Kálfaness 2

Nefndin samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir frístundahúsi í landi Kálfaness 2. Skráningartafla liggur fyrir. Nefndin samþykkir að kalla eftir afriti af samþykki meðeigenda að landinu, Kálfanesi 2.

 

3. Umsókn frá Mílu ehf um uppsetningu endurvarpskerfis á lóð nr. 4 á Nauteyri

Nefndin samþykkir að veita leyfi fyrir uppsetningu endurvarpskerfi á lóð nr. 4 á Nauteyri.

 

4. Umsókn um lóð undir frístundahús í Skeljavíkurlandi

Nefndin leggur til að Árni M. Björnssyni verði úthlutað lóð þeirri sem hann sækir um, þ.e. lóð C í Skeljavíkurlandi. Nefndin leggur einnig til að lóðarúthlutun falli úr gildi ef framkvæmdir verði ekki hafnar á lóðinni innan eins árs.

 

5. Önnur mál

a) Kynning vegna hugsanlegrar kæru vegna endurbóta á vegi við jörðina Grænanes.


b) Rætt um fundartíma og viðveru byggingarfulltrúa á fundum.

c) Rætt um leiksvæði fyrir börn út í „Túnum". Kanna á málið fyrir næsta fund.

d) Rætt var um afmörkun á götu milli Fiskislóðar og Höfðagötu. Hægt væri að afmarka götuna t.d. með grasi.


e) Nýjar og breyttar lóðir þarf að staðfesta í byggingarnefnd.


Lóðauppdráttur vegna golfvallar er samþykktur með þeim breytingum sem Golfklúbburinn gerir á fyrirliggjandi samkomulagi.


Aðar breytingar voru kynntar fyrir nefndinni en ekki er tímabært að fjalla um þær ennþá.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.

 

Valgeir Örn Kristjánsson (sign)

Sigurður Marinó Þorvaldsson (sign)

Þorsteinn Paul Newton (sign)

Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)

Ingimundur Jóhannsson (sign)

Gísli Gunnlaugsson (sign)

  

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón