Byggingar-, umferða- og skipulagsnefnd - 4. júní 2009
Fimmtudaginn 4. júní 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.20:00. Mætt voru Jóhann L. Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Snorri Jónsson, Már Ólafsson varamaður og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
Fundarefni:
- 1. Umsókn um lóð á Borgabraut
- 2. Umsókn um lóð undir hjall í Skothúsvík.
- 3. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Umsókn um lóð á Borgabraut.
Umsókn Ingimundar Guðmundssonar samþykkt með þrem atkvæðum. Einn sat hjá. Einn greiddi atkvæði á móti.
- 2. Umsókn um lóð undir hjall í Skothúsvík.
Umsækjanda vísað á skipulagt svæði undir hjalla í Réttarvík. Og leyfi veitt á skipulögðu svæði þar.
- 3. Önnur mál.
Umsókn um stækkun á lóð við Kópnesbraut 3a.
Ræða þarf við umsækjanda um stækkunina vegna lagna í jörð og óánægju nágranna.
Nefndin vill að gámarnir á gámsvæðinu í Skothúsvík verði færðir saman og málaðir ruslagrænir á lit.
Rætt var um frágang eftir olíutankana. Það þarf að fara að ganga frá því svæði strax. Ekki má raska vörðunum, sem eru ævafornar.
Rætt var um úrgangsolíutank á bryggju. Rætt um að flytja hann á svæði hjá Áhaldahúsi og senda tilkynningu þess efnis í dreifiriti.
Rætt var um framtíð Kópness-rústanna og gamla "barnaskólans". Eitthvað þarf að gera fyrir þessar byggingar sem fyrst eða ryðja þeim úr vegi.
Fundi slitið kl. 21:30