Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 12. jan. 2009
Mánudaginn 12. janúar 2009 var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mætt voru Jóhann L. Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Már Ólafsson varamaður. Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1. Jörðin Grænanes í Strandabyggð.
2. Breytingar á farvegi Hafnardalsár á Langadalsströnd.
3. Umsókn um lóð fyrir gám í Réttarvík.
4. Stækkun brautarsvæðis Skeljavíkurbrautar.
5. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Jörðin Grænanes í Strandabyggð.
Borist hefur erindi frá nokkrum eigendum Grænaness í Strandabyggð þar sem farið er þess á leit að fjarlægður verði bústaður sem reistur var af Guðmundi Björnssyni og ekki er leyfi fyrir. Sveitarstjóra og byggingafulltrúa falið að fylgja málinu eftir samkvæmt reglugerð.
2. Breytingar á farvegi Hafnardalsár á Langadalsströnd.
Borist hefur erindi frá eiganda Hafnardals þar sem verið er að athuga hvort og þá hvers vegna breyting hafi verið á farvegi Hafnardalsár. Lagt fram til kynningar.
3. Umsókn um lóð fyrir gám í Réttarvík.
Borist hefur umsókn frá Hirti Númasyni um lóð fyrir geymslugám í Réttarvík. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu en eftir er að setja reglur vegna svæðisins og þarf að ljúka þeirri vinnu áður en gerður er lóðasamningur.
4. Stækkun brautarsvæðis Skeljavíkurbrautar.
Borist hefur erindi frá Mótorkrossfélagi Geislans þar sem farið er þess á leit að brautin verði stækkuð svo gera megi braut ætlaða börnum. Samþykkt var að veita leyfi fyrir stækkun svæðisins samkvæmt teikningu.
5. Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl.18:00.
Ingibjörg Emilsdóttir
Jóhann L. Jónsson
Snorri Jónsson
Már Ólafsson
Einar Indriðason
Hannes Leifsson
Ásdís Leifsdóttir