Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 18. maí 2009
Mánudaginn 18. maí 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mætt voru Ingibjörg Emilsdóttir, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sátu fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri, Gísli Gunnlaugsson byggingafulltrúi og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
1. Umsókn Orkubús Vestfjarða v/sæstrengs og spennistöðvar.
2. Umsókn um byggingaleyfi v/geymsluhúss á Nauteyri.
3. Umsókn um leyfi til að setja niður heilsárshús við Brunngötu 7.
4. Beiðni um niðurfall við Hafnarbraut 22 ásamt stækkun bílastæðis og beiðni um lagfæringu á skurði v/vatnssöfnunar.
5. Teikningar lagðar fram v/sólstofu við Austurtún 1.
6. Eftirfylgni við Staðardagskrá 21.
7. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Umsókn Orkubús Vestfjarða v/sæstrengs og spennistöðvar. Samþykkt var samhljóða að verða við lið eitt. Samþykkt var með tveimur atkvæðum liði tvö og þrjú með því skilyrði að tryggt verði að lágmarka mengun í íbúðabyggð með t.d. blýmottum eða öðru sambærilegu og að allt rask í götunni verði lágmarkað. Einn greiddi atkvæði á móti. Þá var samþykkt samhljóða að staðsetning strengs ásamt spennistöð frá landtöku að Borgabraut verði unnin í samvinnu við starfsmenn Strandabyggðar.
- 2. Umsókn um byggingaleyfi v/geymsluhúss á Nauteyri. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu gegn því að teikningum verði skilað inn.
- 3. Umsókn um leyfi til að setja niður heilsárshús við Brunngötu 7. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu þar sem byggingin fellur ekki inn í núverandi götumynd en umsækjanda boðið að sækja um lóð á Borgabrautinni.
- 4. Beiðni um niðurfall við Hafnarbraut 22 ásamt stækkun bílastæðis og beiðni um lagfæringu á skurði v/vatnssöfnunar. Samþykkt var samhljóða að vísa erindinu til starfsmanna áhaldahúss til að fá nánari upplýsingar.
- 5. Teikningar lagðar fram v/sólstofu við Austurtún 1. Lagt fram til kynningar.
- 6. Eftirfylgni við Staðardagskrá 21. Farið var yfir skipulagsmál og umferð og flutninga og samþykkt að halda áfram að starfa eftir dagskránni.
- 7. Önnur mál. Gísli lagði fram nýjar teikningar og afstöðumynd að veiðihúsi í Langadal en samþykkt hafði verið lóð undir veiðihús fyrir tveimur árum. Drög að teikningum samþykkt með fyrirvara um brunavarnir. Þá barst bréf frá skotveiðifélagi Hólmavíkur þar sem farið er fram á að fá æfingasvæði í Húsadal. Samþykkt var að verða við erindinu en leita þarf umsagnar Orkubús Vestfjarða sem er eigandi landsins. Þórólfur kom með tillögu um að færa tank undir úrgangsolíu frá löndunarsvæði út að áhaldahúsi og var það samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl.18:30.
Ingibjörg Emilsdóttir Hannes Leifsson Ásdís Leifsdóttir
(sign) (sign) (sign)
Gísli Gunnlaugsson Þórólfur Guðjónsson Einar Indriðason
(sign) (sign) (sign)