Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 22. júlí 2009
Miðvikudaginn 22.júlí 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.20:00. Mætt voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson og Röfn Friðriksdóttir, varamaður. Fundarritari var Lára Jónsdóttir. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
Fundarefni:
- 1. Umsókn Mílu ehf. um byggingarleyfi.
- 2. Erindi v/spennistöðvar.
- 3. Umsókn um byggingarleyfi í Langadal.
- 4. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjarskiptamastur við símstöð Mílu á Litla-Fjarðarhorni Strandabyggð. Fyrirhugað er mastur, 15 m hár stagaður tréstaur. Nefndin samþykkir að veita Mílu byggingarleyfi.
- 2. Lagt fram erindi frá Þorsteini Sigfússyni svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða v/spennistöðvar við enda Borgabrautar og hafði áður verið samþykkt af byggingarnefnd og nefnd tillaga 2 skv. uppdrætti. Þorsteinn ítrekar ósk sína um að spennistöðin verði staðsett skv. tillögu 1 skv. uppdrætti og óskar eftir skriflegu leyfi um staðsetningu ásamt rökstuðningi. Nefndin fór og skoðaði aðstæður og ákvað að tillaga 1 væri ásættanleg með þeim fyrirvara að spennistöðin verði staðsett eins ofarlega og hægt er við lóð nr. 25. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum. Jóhann L. Jónsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
- 3. Sótt er um byggingarleyfi v/sumarhúss á lóðinni Hái-Bakki í landi Neðri-Bakka í Langadal og vísað í teikningar frá Tækniþjónustu Vestfjarða. Nefndin samþykkir að veita byggingarleyfi með þeim fyrirvara um að öll gögn berist.
- 4. Önnur mál. Fjallað var um lóðamál Kópnesbrautar 3a og samþykkt að gera húseigendum grein fyrir því að hægt verði að komast í lagnir sem staðsettar eru í sundinu. Einnig þarf að liggja fyrir skriflegt samþykki nágranna.
Borist hefur erindi frá nokkrum húseigendum varðandi flutnings beitningagámanna úr hverfinu. Nefndin þakkar ábendinguna og leggur til að reynt verði að halda gámahverfinu snyrtilegu en telur af og frá að hægt verði að flytja beitningagámana burt þar sem um hafsækna starfsemi er að ræða.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 21:00.
Jóhann L. Jónsson (sign) Snorri Jónsson (sign) Röfn Friðriksdóttir (sign)