Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 27. ágúst 2009
Fimmtudaginn 27. Ágúst 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mætt voru, Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Hannes Leifsson. Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og verkstjóri Áhaldahúss. Fundarritari var Ingibjörg Emilsdóttir.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
Fundarefni:
- 1. Umsókn um byggingaleyfi ásamt teikningum af fyrirhuguðu frístundahúsi í Hafnardal.
- 2. Umsókn um stækkun frístundahúss að Víðivöllum ásamt teikningum.
- 3. Umsókn um leyfi til að fjarlægja skorstein og klæða að utan hús að Hafnarbraut 35 og skipta um þakjárn.
- 4. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Umsókn um byggingaleyfi ásamt teikningum af fyrirhuguðu frístundahúsi í Hafnardal. Umsókn samþykkt samhljóða.
- 2. Umsókn um stækkun frístundahúss að Víðivöllum ásamt teikningum. Teikningar eru ekki fullnægjandi. Þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar er krafist þess að þær verði stöðvaðar þar til fullnægjandi teikningum hefur verið skilað inn og leyfi veitt fyrir framkvæmdum.
- 3. Umsókn um leyfi til að fjarlægja skorstein og klæða að utan hús að Hafnarbraut 35 og skipta um þakjárn. Umsókn samþykkt samhljóða.
- 4. Önnur mál.
- a. Breyting á gluggum á Heydalsá. Umsókn samþykkt samhljóða.
- b. Umsókn um lóð að Lækjartúni 9. Umsókn samþykkt samhljóða.
- c. Umsókn um niðurrif á íbúðar- og fjárhúsi á Gilsstöðum. Umsókn samþykkt samhljóða.
- d. Umsókn um lóð undir 20 feta gám í Skothúsvík (Réttarvík). Jóhann vék af fundi. Umsókn samþykkt samhljóða.
- e. Afstöðumynd af lóð Fiskmarkaðarins var lagt fram til kynningar.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl.17:50.
Jóhann L. Jónsson (sign) Snorri Jónsson (sign) Ingibjörg Emilsdóttir (sign)
Hannes Leifsson (sign) Einar Indriðason (sign)