Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 3. des. 2009
Fimmtudaginn 3. desember 2009 var haldinn fundur í byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
- 1. Ósk um leyfi til að reisa reykháf að Austurtúni 14.
- 2. Umsókn um lóð í landi Skeljavíkur.
- 3. Umsókn um byggingaleyfi að Kópnesbraut 14, gömlu gufubaðsstofu.
- 4. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Ósk um leyfi til að reisa reykháf að Austurtúni 14. Nefndin samþykkir erindið gegn því að skilað verði inn teikningu sem sýnir að skilyrðum skv. reglugerð sé fullnægt áður en framkvæmd hefst.
- 2. Umsókn um lóð í landi Skeljavíkur. Borist hefur umsókn um lóð í landi Skeljavíkur þar sem áður voru bústaðir og eru undirstöður enn til staðar. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu en stika þarf lóðirnar út að nýju.
- 3. Umsókn um byggingaleyfi að Kópnesbraut 14, gömlu gufubaðsstofu. Borist hefur beiðni um að byggja ofan á húseignina að Kópnesbraut 14 og klæða að utan allt húsið með timbri og járni. Nefndin samþykkir erindið samhljóða en gerir athugasemd varðandi lóðarstærð skv. teikningu sem sýnir lóðina mun stærri en hún er í raun. Þá vill nefndin beina því til eigenda hússins að þeir kynni sér fyrirhugaða breytingu á veglínu skv. teikningum á vef Strandabyggðar.
- 4. Önnur mál Borist hefur erindi frá Sorpsamlagi Strandasýslu þar sem farið er þess á leit að fá að setja niður gáma vegna flokkunar sorps en samlagið hefur tekið til leigu tímabundið Skeiði 3 og áformar að opna þar flokkunarstöð. Um er að ræða 5-8 gáma sem yrðu staðsettir við gafl hússins nema járngámurinn sem mun vera grafinn niður að hluta og staðsettur við girðingu O.V. Nefndin tekur vel í erindið en vill að skilað verði inn afstöðumynd svo hægt verði að gera sér grein fyrir staðsetningu gámanna.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl.17:55.
Jóhann L. Jónsson (sign) Snorri Jónsson (sign) Þórólfur Guðjónsson (sign)
Hannes Leifsson (sign) Einar Indriðason (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)