A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 3. febrúar 2011

Fundur var haldinn í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 3. febrúar  2011  kl. 20:00 á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3.

 

Fundarefni:

1. Umsókn um leyfi til að klæða gafla á raðhúsum, Víkurtúni 1-11, erindi frá Húsfélaginu, Víkurtúni 1-11, dags. 12. janúar 2011
2. Leiga á gömlu kvenfélagsgirðingunni, erindi frá Sævari Benediktssyni og Elísabetu Pálsdóttur, dags. 6. janúar 2011
3. Tillaga byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, að lóð utanum Steinshús á Nauteyri
4. Tillaga byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, að lóð utanum íbúðarhúsið á Víðidalsá
5. Staðfesting á leyfum byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, fyrir gluggaskiptingu að Hafnarbraut 37
6. Umsókn um landskipti jarðarinnar Kirkjuból í Langadal
7. Önnur mál.

 

Mættir voru:


Valgeir Örn Kristjánsson, Jóhann Lárus Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir og Rósmundur Númason varamaður.

 

Og þá var gengið til dagskrár:


1. Umsókn um leyfi til að klæða gafla á raðhúsum, Víkurtúni 1-11, erindi frá Húsfélaginu, Víkurtúni 1-11, dags. 12. janúar 2011


Nefndin vill fá að vita um nánari útfærslu á framhaldinu við klæðningu hússins áður en hún samþykkir erindið.


2. Leiga á gömlu kvenfélagsgirðingunni, erindi frá Sævari Benediktssyni og Elísabetu Pálsdóttur, dags. 6. janúar 2011


Erindinu hafnað vegna þess að ekki er vitað hvar girðingin stóð því hún er ekki uppistandandi og stærð girðingar er ekki ljós.


3. Tillaga byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, að lóð utanum Steinshús á Nauteyri.

Nefndin samþykkir erindið.


4. Tillaga byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, að lóð utanum íbúðarhúsið á Víðidalsá


Erindinu frestað. Nefndin vill kanna hver á geymsluskúr sem er á lóðinni. Nefndin gerir einnig athugasemd varðandi ófullnægjandi málsetningar á teikningunni.


5. Staðfesting á leyfum byggingarfulltrúa, Gísla Gunnlaugssonar, fyrir gluggaskiptingu að Hafnarbraut 37.


Nefndin gagnrýnir þau vinnubrögð að byggingarfulltrúi gefi leyfi fyrir slíkum framkvæmdum áður en erindið fari fyrir nefndina. Nefndin samþykkir erindið.


6. Umsókn um landskipti jarðarinnar Kirkjuból í Langadal


Erindið er samþykkt.


7. Önnur mál.

a. Athugasemdir Skipulagsstofnunar við Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022.

Efnistökusvæði. Vegagerðin hefur yfirfarið lista um námur á þeira vegum og þeim hefur fækkað úr 38 niðrí 19. Hafdís kom með athugasemd um að malarnáma við Húsavík er ekki inná þessum lista. Náman er setnáma í landi Húsavíkur í Steingrímsfirði. Óskað er eftir að hún verði sett á listann.

Fornleifaskráning. Skipulagsstofnun gerir athugasemd varðandi hvenær og með hvaða hætti fornleifaskráning fari fram. Nefndin leggur til að farið verði í þessa vinnu á næstu 3-6 árum.  Fyrir liggur samþykki frá Fornleifavernd ríkisins að fornleifaskráning fari fram eftir staðfestingu aðalskipulags: En í  framhaldi af umsögn Fornleifaverndar ríkisins var gert óformlegt samkomulag við Minjavörð Vestfjarða að fornleifaskráning fari fram í samræmi við þau markmið og fyrirvara sem hér verður lýst.

Strandavegur: Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matskyldu, dags. 8. desember 2010.  Þar kemur fram að lagning Strandavegar (643), Djúpvegur-Geirmundarstaðavegur sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Sveitarfélagið telur að með nýrri veglínu sé heppilegasta lausnin valin m.t.t. greiðari samgangna, hagkvæmni við uppbyggingu og rekstur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur, öryggi og jákvæð byggðaþróun, sem eru meginmarkmið samgönguáætlunar og styður einnig við markmið aðalskipulags um greiðari samgöngur. Sveitarfélagið telur að sú tillaga sem Skipulagsstofnun leggur til um að halda í núverandi veglínu innst í firðinum sé ekki ákjósanleg og er sama sinnis og Vegagerðin að lagfæringar við vegamótin að Stað, sem felast í fyllingu og skeringu myndu auka snjóalög á umræddum stað.  Sveitarfélagið teldi það vera áhyggjuefni ef ekki væri hægt að tryggja nægilega breidd öryggissvæða neðanvert við núverandi veg og þar með minnka umferðaröryggi.  Núverandi tenging við Stakkanes er í dag of brött og með nýrri legu væri hægt að ráð bót á því með nýrri tengingu við Stakkanes sem og bæta tengingu við Stað.

Sveitarfélagið mun því ekki falla frá auglýstri tillögu en breyta þarf legu heimreiða eins og þær eru sýndar á uppdrætti til skýringar.  Áður en framkvæmdaleyfi verður veitt skal vinna deiliskipulag fyrir mannvirkin þar sem m.a. heimreiðar verða staðsettar.

Sveitarstjóra er falið að ganga frá endanlegu svarbréfi til Skipulagsstofnunar.


b. Beiðni um umsögn um viðbótarrekstrarleyfi og ítrekun á beiðni um umsögn um eldri umsókn um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 fyrr sölu gistingar í Broddanesskóla.

Nefndin gerir ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði veitt.

c. Ný mannvirkjalög.

Lagt fram til kynningar. 

Hafdís Sturlaugsdóttir (sign)

Valgeir Kristjánsson (sign)

Jóhann Lárus Jónsson (sign)

Ingibjörg Emilsdóttir (sign)

Rósmundur Númason (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 8. febrúar 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón