Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 3. maí 2010
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
- 1. Beiðni um breytingu á húsnæði að Hafnarbraut 7.
- 2. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
1. Beiðni um að breytingu á húsnæði að Hafnarbraut 7.
Borist hefur erindi frá Katrínu Theodórsdóttur dags. 19. apríl 2010 með beiðni um utanhúsbreytingu á húsnæði að Hafnarbraut 7 en ætlunin er að fjarlægja múrhúð og klæða húsið með standandi timburklæðningu, skipta um járn á þaki ásamt því að gera sólpall við húsið. Samþykkt er samhljóða að verða við erindinu en nefndin telur rétt að benda umsækjanda á að skila þurfi inn samþykktum teikningum er sýna m.a. útgönguleiðir ef reka á þar kaffihús.
2. Önnur mál.
a) Erindi frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar dags. 26. apríl 2010 um leyfi til að byggja við vesturhlið hússins fyrir veitingasölu ofl. ásamt teikningum og skráningartöflu. Erindið er samþykkt samhljóða.
b) Erindi frá Haraldi Guðmundssyni dags. 2. maí 2010 um leyfi til að lengja fjárhús að Stakkanesi um tíu metra til austurs með sama útliti og er á núverandi húsum. Samþykkt er samhljóða að verða við erindinu.
c) Erindi frá Olís dags. 26. apríl 2010 um umsókn um lóð fyrir sjálfsafgreiðslu bensínstöð undir merki ÓB að Skeiði 1a. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu með fyrirvara um að öllum skilyrðum og leyfum við slíka starfsemi sé uppfyllt. Fundargerð lesin upp og hún samþykkt samhljóða, fundi slitið kl. 18:05.
Ingibjörg Emilsdóttir (sign) Snorri Jónsson (sign) Hannes Leifsson (sign)
Þórólfur Guðjónsson (sign) Haraldur V.A. Jónsson (sign) Ásdís Leifsdóttir (sign)