A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 7. ág. 2008

Fimmtudaginn 7. ágúst  var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl.17:00. Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Hannes Leifsson og Haraldur V.A. Jónsson varamaður. Einnig sátu fundinn Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri og Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.

1. Erindi frá Vegagerðinni um efnistöku í Ennishálsi í landi Skriðinsennis.
2. Beiðni frá Maríusi Kárasyni um að fjarlægja skorstein af þaki húss að Borgabraut 7.
3. Umsókn um lóð undir sumarhús að Borgabraut 31.
4. Umsókn um byggingarleyfi á nýbyggingu/viðbyggingu á jörðinni Stað.
5. Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og skemmu á jörðinni Vonarlandi.
6. Umsókn um leyfi til breytinga og endurbóta á húseigninni að Bröttugötu 2.
7. Önnur mál

Þá var gengið til dagskrár.

1. Erindi frá Vegagerðinni um efnistöku í Ennishálsi í landi Skriðinsennis. 
Borist hefur erindi frá Vegagerðinni um leyfi til efnistöku í Ennishálsi í landi Skriðinsennis vegna framkvæmda þar. Landeigandi hefur þegar veitt sitt samþykki fyrir efnistökunni. Samþykkt var að verða við erindinu með fyrirvara um að gengið verði frá námunni samkvæmt stöðlum Umhverfisstofnunar.

2. Beiðni frá Maríusi Kárasyni um að fjarlægja skorstein af þaki húss að Borgabraut 7. 
Borist hefur erindi frá Maríusi Kárasyni um leyfi til að fjarlægja skorstein af þaki hússins að Borgabraut 7. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.

3. Umsókn um lóð undir sumarhús að Borgabraut 31. 
Borist hefur umsókn um lóð undir sumarhús að Borgabraut 31 frá Jóhönnu B. Guðmundsdóttur. Samþykkt var samhljóða að úthluta henni lóðina að Borgabraut 31.

4. Umsókn um byggingarleyfi á nýbyggingu/viðbyggingu á jörðinni Stað. 
Borist hafa samþykktar teikningar á nýbyggingu/viðbyggingu á jörðinni Stað en veitt hafði verið samþykki fyrir byggingunum í júlí 2007 með fyrirvara um að samþykktar teikningar yrðu lagðar fram. Nefndin samþykkir teikningarnar fyrir sitt leyti.

5. Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og skemmu á jörðinni Vonarlandi. 
Borist hefur erindi um byggingaleyfi fyrir íbúðarhúsi og skemmu á jörðinni Vonarlandi. Nefndin samþykkir samhljóða erindið með fyrirvara um betri aðstöðumynd.

6. Umsókn um leyfi til breytinga og endurbóta á húseigninni að Bröttugötu 2. 
Borist hefur umsókn um leyfi til breytinga og endurbóta á húseigninni að Bröttugötu 2 en laga á sökkla og klæða þá ásamt viðgerð á tröppum. Samþykkt var samhljóða að verða við erindinu.

7. Önnur mál. 
Lagt var fram skjal þar sem farið er yfir stöðu verkefna í sveitarfélaginu og greint frá hvaða verkefnum væri lokið. 

Þá kom fyrirspurn frá Jóhanni L. Jónssyni um stöðu mála á Kópnesi og upplýsti sveitarstjóri að búið er að þinglýsa lóðinni utan um húsin og þar með er hægt að gera ráðstafanir um varðveislu húsanna, sé vilji fyrir hendi hjá sveitarstjórn til þess.

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl. 17:50.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón