Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd - 9. okt. 2008
Fimmtudaginn 9. október var haldinn fundur í Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefnd Strandabyggðar á skrifstofu sveitarfélagsins og hófst hann kl. 17:00. Mættir voru Jóhann L. Jónsson, Snorri Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Hannes Leifsson og Þórólfur Guðjónsson. Einnig sat fundinn Einar Indriðason slökkviliðsstjóri. Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá.
1. Umsókn um að gera breytingu á kjallarainngangi að Höfðagötu 1, frá Guðfinnu M. Sævarsdóttur.
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku vegna breikkunar Djúpvegar í Bitrufirði.
3. Önnur mál.
Þá var gengið til dagskrár.
1.
Nefndin sér ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að þetta sé gerlegt. Umsókn samþykkt.
2.
Samþykkt. :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) Fagnar nefndin því að þessi breikkun eigi sér stað.
3. Önnur mál:
a. Bílastæði Lækjartúni 22. Einar Indriðason sendi inn erindi þar sem hann óskar eftir því að innkeyrsla að húsi hans verði breikkuð, þ.e. flái á gangstétt verði lengdur, í samræmi við breidd bílastæðis. Einar vék af fundi. Erindi samþykkt.
b. Nokkrar umræður voru um framtíð gamla barnaskólans eða slökkvistöðvarinnar. Var nefndin að velta fyrir sér framtíð þessarar byggingar og hvað ætti að gera við hana.
c. Rætt var um hvar ætti að setja niður skilti sem benda vöruflutningabílum hvar megi leggja. Tillaga um að setja eitt skilti til móts við sjoppuna. Einnig var rætt um önnur skilti og hvar væri best að staðsetja þau.
d. Rætt var um nýja íþróttavöllinn og hugmyndir um hvar væri hægt að fá efni í hann.
Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð lesin upp og hún samþykkt og fundi slitið kl.17:34.