Fundargerð US nefndar 11. apríl 2022
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 11 apríl 2022, kl. 17:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, á Hólmavík.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi, ritaði hann einnig fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Umsókn um stöðuleyfi frá Panna Ehf.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.
2. Umsókn um niðurrif á söluskála N1.
Umhverfis- og Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
3. Umsókn um byggingarleyfi á grunnskólanum á Hólmavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
4. Römpum upp Ísland.
Lagt fram til kynningar.
5. Minnisblað sumarverkefni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar minnisblaðinu og telur það gott innlegg í sumarstarfið og bætti við nokkrum liðum í minnisblaðið.
Samþykkt er að gefa leyfi til að gera göngubrú yfir ós Kálfaneslækjar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
6. Erindi frá Stóra-Fjarðarhorni varðandi skógrækt.
Ágúst Helgi víkur af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um umsögn skipulagsfulltrúa.
7. Skipulagstofnun varðandi Skeljavík
Lagt fram til kynningar.
8. Erindi frá Hafnarbraut 18
Jóhann Björn víkur af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
9. Önnur mál.
Umhverfis- skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í viðræður við eigendur gámanna sem eru við Höfðagötu 2 og koma þeim á gámasvæðið utan Víðidalsár.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ágúst Helgi Sigurðsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Ragnheiður Gunnarsdóttir