Umhverfis- og skipulagsnefnd - 10. júlí 2014
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn
10. júlí 2014, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Valgeir Örn Kristjánsson, Már Ólafsson og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð. Jóhann Björn Arngrímsson og varamaður hans boðuðu forföll.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- 1. Kollafjarðarnes.
Fyrirspurn frá Halldóri Jóhannssyni eiganda jarðarinnar Kollafjarðarnes um hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við skógrækt á jörðinni eða hvort sækja þurfi um framkvæmdaleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé þess eðlis að ekki
þurfi að sækja um framkvæmdaleyfi. Hins vegar vill nefndin benda á
nauðsyn þess að við skipulag skógarins verði aðkoma slökkviliðs að honum
tryggð, aðkoma gangandi gesta að Drangavík verði tryggð og hugað verði
að verndun fornminja verði þeirra vart.
- 2. Brunngata 1.
Erindi frá Hafdísi Gunnarsdóttir þar sem hún dregur til baka umsókn um byggingarleyfi fyrir 15 fm. gróðurhúsi.
Áður á dagskrá nefndarinnar 22. maí s.l.
Erindið kynnt.
- 3. Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Byggingarfulltrúi skýrir frá þeim erindum sem hann hefur afgreitt frá síðasta fundi nefndarinnar.
a) Höfðagata 15.
Samþykkt beiðni húseigenda um að skipta matshluta 01 í tvær eignir.
b) Höfðagata 3a.
Samþykkt beiðni Hólmadrangs um að loka stórri vöruhurð á suð-austur hlið vinnsluhúss fyrirtækisins. Hurðinni verður lokað með steinsteypu.
c) Laugaból.
Veitt heimild til að staðsetja 9 fermetra timburhús á jörðinni Laugaból í Ísafirði.
- 4. Önnur mál
a) Lækjartún 23.
Tekið fyrir að nýju erindi Einars Hákonarsonar vegna stækkunar á matshluta 02, áður á dagskrá nefndarinnar 13. mars 2014.
Erindið samþykkt með þeirri breytingu að lóðin stækki um 2,5 metra í stað 3,5 metra eins og fram kemur í umsókninni.
b) Deiliskipulag.
Erindi frá Remote Iceland ehf. þar sem lögð er fram deiliskipulags-tillaga að lóðum merktum S 12 og S 13 á aðalskipulagi og nýlega var úthlutað til fyrirtækisins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomna tillögu en telur æskilegt að deiliskipulagið nái einnig yfir svæði merkt S 11,
O 4 og O 5 á aðalskipulagi. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að svæðið verði allt deiliskipulagt.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Valgeir Örn Kristjánsson
Már Ólafsson
Gísli Gunnlaugsson