A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 11. apríl 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 11. apríl  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafdís Sturlaugsdóttir,  Ingimundur Jóhannsson, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

1.   Höfðagata 8

Umsókn frá Strandagaldri ses. um útlitsbreytingar á Höfðagötu 8, austurhúsi Galdraseturs.

Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrirhugaðar útlitsbreytingar sem m.a. felast í því klæða húsið með standandi timburklæðningu, hækka þak hússins, bæta við þremur gluggum á norðurhlið hússins og byggja anddyri við austurenda þess.  Útlitsbreytingarnar miða við að samræma útlit Höfðagötu 8 við útlit Höfðagötu 10.

 

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir heimild fyrir ísetningu þriggja glugga á norðurhlið hússins.  Byggingarfulltrúa falið að kanna hvernig bygging anddyris samræmis gildandi aðal- og deiliskipulagi.

 

2.   Frístundabyggð í Skeljavík

Á fundi sveitarstjórnar 8. mars s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt varðandi 4. lið fundargerðar umhverfis- og skipulagsnefndar:

„Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að óska eftir því að vegtenging frá Djúpvegi 61 að svæðinu verði með öðrum hætti en sýnt er á fyrirliggjandi uppdrætti  að frístundabyggð í Skeljavík“

Lagt fram riss að tveimur mögulegum tengingum við frístundabyggðina öðrum en þeim sem áður hefur verið fjallað um.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að vegtenging frá Djúpvegi 61 sé best staðsett um 240 metra frá gatnamótum við Hermannslund, rauða línan á meðfylgjandi rissi.  Nefndin telur m.a. að fornleifar kunni að vera í jörðu þar sem fyrri vegtenging að frístundabyggð var hugsuð þ.e. frá gatnamótum við Hermannslund.

 

 

3.   Önnur mál

 

 

Jón Gísli Jónsson
Ingimundur Jóhannsson
Már Ólafsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón