Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12. desember 2016
Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn
12. desember 2016, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Ingimundur Jóhannsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi. Hafdís ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Frístundabyggð Skeljavík
Minjastofnun hefur gefið umsögn við tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík, samanber afgreiðslu nefndarinnar á fundi þann 10. október s.l. Minjastofnun gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í Skeljavík við Hólmavík, dagsett 12. september 2016, fari í lögbundið auglýsing og kynningaferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
- Hafnarbraut 22
Lagt fram svarbréf húseiganda að Hafnarbraut við bókun nefndarinnar á fundi hennar
þann 10. október s.l.
Meðfylgjandi bréfi húseiganda eru riss vegna endurbóta á húsinu. Á því kemur fram útlit hússins eins og það er orðið í dag, skipulag efri hæðar þess og að hluta skipulag neðri hæðarinnar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur rissið alls ófullnægjandi og fer fram á að húseigandi skili til byggingarfulltrúa fullnaðarteikningum af húsinu eins og það er í dag ásamt upplýsingum um fyrirhugaða notkun og skipulag þess, eigi síðar en 31. janúar að öðrum kosti verði framkvæmdir stöðvaðar.
Húsið er nú skráð sem geymsla og því gilda önnur viðmið vegna brunavarna, heldur en ef nota eigi húsið með öðrum hætti.
- Skipulag á Kópnesbraut
Farið yfir lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og tillögur að deiliskipulagi vegna íbúðarsvæða við Kópnesbraut.
Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna íbúðarsvæðis við Kópnesbraut, dagsett 10. desember 2012, liggur fyrir. Einnig tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kópnesbraut dagsett 12. desember 2012.
- Sumarhús Borgabraut
Kynnt tillaga að staðsetningu tveggja nýrra lóða fyrir hús við innri enda
Borgabrautar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gildandi deiliskipulag fyrir smáhúsasvæði við Borgarbraut verði breytt miðað við framlagða tillögu þar sem húsum væri fjölgað um tvö til þrjú. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breyting á deiliskipulagi vegna Kópnesbrautar og Borgarbrautar verði unnið samhlið.
- Snjómokstursreglur
Lagt fram, til umsagnar, uppkast að viðmiðunarreglum vegna snjómoksturs í Strandabyggð. Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd fjallaði um reglurnar á fundi sínum þann 17. mars 2016 og sveitarstjórn 12. apríl 2016.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að þessar reglur eigi að gilda vegna „venjulegs“ árferðis. Athuga þarf hvort helmingamokstur eigi við á fleiri stöðum í sveitarfélaginu heldur en nú er skilgreint.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fram komi í reglunum:
- a. Hve oft á að moka í dreifbýli
- b. Hvenær sé mokað miðað við færð (t.d. þæfingur eða þungfært)
- c. Hvort Strandbyggð ætli að borga moksturs vegna skólaaksturs
- d. Nánari viðmiðunarreglur vegna moksturs innanbæjar á Hólmavík og þá að teknu tilliti til neyðarþjónustu og þjónustustofnana.
- Rafhleðslustöð
Óskað hefur verið eftir tillögu frá umhverfis- og skipulagsnefnd að staðsetningu hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem Orkusalan hefur nýlega fært sveitarfélaginu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hleðslustöðin verði sett upp á milli Félagsheimilis og Íþróttahúss sem fremur sem hægt sé að koma henni þar fyrir vegna rafmagnsmála. Önnur staðsetning gæti verið við Vigtarskúrinn.
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa
Kynntar afgreiðslur byggingarfulltrúa.
a) Stöðuleyfi
Eggert S. Krisjánssyni veitt stöðuleyfi fyrir smáhýsi/vinnuskúr við Skeiði á Hólmavík
fram í maí 2017.
- Önnur mál.
- Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna endurnýjunar starfsleyfi vegna Ferðaþjónustuna Kirkjuból.
Jón Gísli Jónsson vék af fundi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurnýjun starfsleyfis Ferðaþjónustunnar Kirkjubóli.
Jón Gísli Jónsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Már Ólafsson
Ingimundur Jóhannsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson