Umhverfis- og skipulagsnefnd - 13. mars 2017
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn
13. mars 2017, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Ingimundur Jóhannsson, Kristín Lilja Sverrisdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
-
Stöðuleyfi fyrir smáhýsi
Í bréfi dagsettu 9. febrúar s.l. óska Borgar Þórarinsson og Valgeir Örn Kristjánsson eftir stöðuleyfi fyrir fjórum smáhýsum á Galdratúni við Skjaldbökuslóð. Smáhýsin eru braggalaga í tveimur mismunandi stærðum, 15 m2 og 21 m2.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur vel í erindið en frestar afgreiðslu þess og felur byggingarfulltrúa að afla frekari upplýsinga hjá umsækjendum.
- Ármúli 1
Kynnt bréf frá Viðari Má Matthíassyni, dagsett 3. mars s.l., þar sem hann, fyrir hönd eigenda jarðarinnar Ármúli 1, lýsir þeim viðhalds- og endurbótaframkvæmdum sem nú fara fram á íbúðarhúsi jarðarinnar. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir húsið að loknum framkvæmdum.
Erindið kynnt.
- Lóð fyrir steypustöð
Athuga þarf með nýja lóð fyrir steypustöð Ágústs Guðjónssonar þar sem lóð sem honum var úthlutað af sveitarfélaginu er ekki lengur í eigu þess.
Rætt um hugsanleg svæði fyrir steypuframleiðslu á Skeiði og norð-vestan flugvallar. Endanlegri afgreiðslu frestað. - Brekkusel
Tekið fyrir að nýju erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann fyrir hönd Bjarnveigar ehf. sækir um leyfi til að byggja nýtt frístundahús á lóðinni við Brekkusel.
Áður á dagskrá nefndarinnar 10. október 2016.
Erindinu hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
- Deiliskipulag frístundabyggðar í Skeljavík
Kynntar þær umsagnir sem komið hafa við tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir afgreiðslu athugasemda í samræmi við minnisblað skipulagsarkitekts.
- Strandagaldur
Erindi frá Sigurði Atlasyni þar sem hann f.h. Strandagaldurs ses, óskar eftir leyfi til að stækka eldhús út í útiveitingasvæði við Höfðagötu 8. Um er að ræða 12 m2 stækkun byggða úr steinullareiningum.
Erindið samþykkt.
- Melgraseyri
Sveinn Logi Sölvason óskar eftir, fyrir hönd Melgraseyrar ehf., leyfi til að gera breytingar á íbúðarhúsinu að Melgraseyri. Breytingarnar felast m.a. í að allir gluggar verða endurnýjaðir, kvistur settur á þakið, húsið einangrað og klætt að utan. Einnig verða breytingar á herbergjastærðum innanhúss.
Umhverfis- og skipulagsnefnd getur fallist á umbeðnar breytingar en leggur þó áherslu á að samræmi verði í póstasetningu glugga. Aðalteikningar ásamt skráningartöflu skal berast til byggingarfulltrúa áður en framkvæmdir hefjast.
- Önnur mál
a) Minjastofnun.
Kynnt bréf frá Minjastofnun er varðar skráningu fornminja á þeim svæðum sem fyrirhugað er að leggja ljósleiðara.
Jón Gísli Jónsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir
Már Ólafsson
Ingimundur Jóhannsson
Kristín Lilja Sverrisdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson