Umhverfis- og skipulagsnefnd - 14. september 2015
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn
14. september 2015, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Borgabraut 23
Erindi frá Þresti Vilhjálmssyni og Lindu Dröfn Pétursdóttir þar sem þau óska eftir svæði, utan við lóðamörk Borgabrautar 23 til gróðursetninga á trjáplöntum. Svæðið sem sótt er um er fyrir um 15 metrar í viðbót ofan við lóðina og einnig 8 metra til hliðar vel, fyrir ofan lóðamörk Borgabrautar 19.
Byggingarfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga um fjölda og tegundir trjáa sem gróðursetja á.
2. Framkvæmdaleyfi
Umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna lengingu grjótgarðs.
Einnig óskar Vegagerðin eftir heimild til efnistöku í grjótnámu (Stekkjarhöfði) við þjóðveg hjá Víðidalsá. Áætlað efnismagn er 6.000 m3.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi vegna grjótgarðs verði veitt. Einnig að Vegagerðinni verði heimiluð efnistaka.
3. Stöðuleyfi
Erindi frá Jóni Herði Elíassyni þar sem hann fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar eftir heimild til að staðsetja 20 feta gám við norðurgafla Áhaldahúss Vegagerðarinnar á Hólmavík. Við enda gámsins verði skýli sem einnig nær yfir hurða á gafli hússins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám svo fremi sem hurðir á honum opnist til austurs, gönguhurð á vesturgafli hans opnist inn í gáminn og hafi a.m.k. 30 mínútna brunaþol.
4. Önnur mál
a) Göngustígur
Rætt um hvort útbúa þurfi göngustíg niður „Leikskólabrekku“ eftir að framkvæmdum við Borgabraut lýkur.
Nefndin telur æskilegt að göngustígur verði útbúin.
b) Skeiði 3
Kynnt tillaga að þvottaplani fyrir sorpbifreið við Skeiði 3.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Már Ólafsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson