Umhverfis- og skipulagsnefnd - 18. maí 2018
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar föstudaginn 22. maí 2018, kl. 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ingimundur Jóhannsson, Jóhann Björn Arngrímsson, og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Brekkusel
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn Bjarnveigar ehf. kt. 660706-0970, um leyfi til að reka gististað í flokki II (frístundahús) að Brekkuseli í landi Skeljavíkur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.
- Skeljavík lóð 6
Erindi frá Sturlu Einarssyni og Þórunni Björnsdóttur þar sem þau óska eftir lóðinni nr. 6 í Skeljavík til leigu fyrir 50 til 100 fermetra timburhús.
Umhverfis- skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni við Skeljavík 6 til Sturlu Einarssonar og Þórunnar Björnsdóttur. Úthlutunin falli niður hafi teikningar af húsi ekki borist innan 6 mánaða og framkvæmdir hafist innan 12 mánaða. - Smáhýsi
Erindi frá Valgeiri Erni Kristjánssyni þar sem hann sækir um stöðuleyfi fyrir smáhýsi á reit 4 við tjaldsvæðið sem stendur við Jakobínutún.
Jóhann Björn Arngrímsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Samþykkt að veita umbeðið stöðuleyfi enda leiti umsækjandi samstarfs við sveitarfélagið um nýtingu þeirrar þjónustu sem í boði er á tjaldsvæðinu.
- Melgraseyri
Kynntar teikningar af fyrirhuguðum breytingum á íbúðarhúsinu að Melgraseyri.
Kynnt.
- Önnur mál
a) Geymslugámar
Rættu um fjölda geymslugáma í sveitarfélaginu og skráningu þeirra. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að bæta skráningu þeirra.
Í lok fundar þakkaði Jón Gísli formaður umhverfis- og skipulagsnefndar nefndarfóki og samstarfsaðilum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ingimundur Jóhannsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Gísli Gunnlaugsson