Umhverfis- og skipulagsnefnd - 1. ágúst 2017
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 1.ágúst 2017, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Hlíf Hrólfsdóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Café Riis
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna rekstrarleyfis fyrir Café Riis ehf., kt. 600505-1650. Sótt er um rekstrarleyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnarbraut 39, Hólmavík. Einnig er sótt um leyfi til reksturs samkomu-salar í Bragganum á Hólmavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Café Riis ehf. Slökkviliðsstjóri hefur gefið jákvæða umsögn, fari fjöldi gest ekki yfir 80.
- Finna Hótel
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna rekstrarleyfis fyrir Finna Hótel ehf., kt. 560608-3140. Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki IV að Borgabraut 4, Hólmavík.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Finna Hótel ehf. Sá fyrirvari er gerður að jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra liggi fyrir við útgáfu rekstrarleyfisins.
- Strandakúnst
Erindi frá Strandakúnst, undirritað af Ásdísi Jónsdóttur, þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir hús Strandakúnstar við Höfðagötu, til eins árs.
Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Erindið samþykkt.
- Skeiði 5, olíutankur
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf., undirritað af Halldóri Magnússyni, þar sem óskað er eftir heimild til að endurnýja olíutank við Rafstöð Orkubússins að Skeiði 5. Í stað tveggja 10.000 lítra tanka sem eru á baklóð hússins kemur einn 20.000 ltr. niðurgrafinn tankur í bílastæði framan við húsið.
Erindi samþykkt. Samþykki heillbrigðiseftirlits og / eða Umhverfisstofnunar þarf að liggja fyrir áður en tankurinn er tekinn í notkun.
- Hraðhleðslustöð
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða ohf., undirritað af Ragnari Emilssyni, þar sem óskað er eftir leyfi fyrir staðsetningu og uppsetningu á hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á lóð Kaupfélagins við Höfðatún 4. Fyrirhuguð staðsetning er samkvæmt tillögu A, á meðfylgjandi uppdrætti.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við uppsetningu hraðhleðslustöðvarinnar svo fremi sem samþykki lóðarhafa liggi fyrir.
- Önnur mál
a) Sláttur
Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur til betri sláttar og umhirðu á opnum svæðum í sveitarfélaginu.
Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Hrafnhildur Þorsteinsdóttir
Hlíf Hrólfsdóttir
Gísli Gunnlaugsson