Umhverfis- og skipulagsnefnd - 20. mars 2014
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn
20. mars 2014, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Dagrún Magnúsdóttir og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Aðalskipulag Húnaþings vestra.
Erindi frá Landmótun ehf. þar sem kynnt er tillaga að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014 – 2026 ásamt umhverfisskýrslu. Óskað er eftir umsögn Strandabyggðar á tillögunni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að Aðalskipulagi Húnaþings vestra 2014-2026 enda verði misræmi sem komið hefur í ljós á sveitarfélagamörkum lagfært og staðfest að viðkomandi jörðum og sveitarfélögunum.
- Gjörfidalur
Erindi frá Magnúsi Jenssyni þar sem hann fyrir hönd Jens Kristleifssonar óskar eftir að skráningu íbúðarhússins í Gjörfidal verði breytt í sumarhús enda hafi húsið verið notað sem slíkt, a.m.k. frá árinu 1968.
Samþykkt að breyta skráningu hússins. Ósk um breytingar á gjöldum vísað til sveitarstjórnar.
- Hafnarbraut 13
Erindi frá Þorvaldi Garðari Helgasyni og Bryndísi Hauksdóttir eigendum Hafnarbrautar 13, sem óska eftir að skráningu hússins verði breytt, þannig að ein íbúð verði skráð þar í stað tveggja.
Erindið samþykkt.
- Lækjartún 23
Umsókn frá Einari Hákonarsyni Lækjartúni 23 þar sem óskað er eftir heimild til að stækka matshluta 02 á lóðinni (vinnustofuna), samkvæmt meðfylgjandi teikningu. Einnig er óskað eftir stækkun á lóð hússins.
Afgreiðslu erindisins frestað og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
- Hafnarbraut 25
Lagðar fram teikningar frá Verksýn ehf. er sýna klæðningu sem óskað er eftir heimild til að setja á vegg við anddyri hússins að Hafnarbraut 25.
Erindið samþykkt.
- Önnur mál
a) Fyrirspurn um lóðir
Lögð fram fyrirspurn frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða varðandi lóðir fyrir ferðaþjónustu þar á meðal fyrir gistirými.
Byggingafulltrúa falið að svara erindinu.
b) Skráning húsnæðis
Rætt um hvort skráningar á húsnæði í sveitarfélaginu séu réttar í fasteignaskrá miðað við notkun þess.
Byggingarfulltrúa í samráði við slökkviliðsstjóra falið að kanna málið.
Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Dagrún Magnúsdóttir