Umhverfis- og skipulagsnefnd - 22. maí 2014
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn
22. maí 2014, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Ingimundur Jóhannsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- 1. Hnitbjörg.
Erindi frá Áskeli Benediktssyni Hnitbjörgum þar sem hann fer fram á að fá stærra svæði umhverfis íbúðarhús og geymslu að Hnitbjörgum til umráða. Óskar hann eftir að lóðin verði 125 x 110 metrar eða 13.750 fermetrar að stærð.
Nefndin samþykkir umbeðna stækkun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að útfæra stækkunina í samráði við umsækjanda.
- 2. Lóðarumsókn.
Remote Iceland ehf. sækir um lóðir merktar S12 og S13 á aðalskipulagi Strandabyggðar og leyfi til að hefja deiliskipulagsvinnu fyrir uppbyggingu á hóteli. Lóðirnar eru við hlið Félagsheimilisins.
Umhverfis- skipulagsnefnd samþykkir að úthluta umbeðnum lóðum til Remote Iceland ehf. Einnig að veita þeim leyfi til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags.
- 3. Brunngata 1
Erindi frá Hafdísi Gunnarsdóttir þar sem hún sækir um byggingarleyfi fyrir ca. 15 fermetra gróðurhúsi á lóðinni að Brunngötu 1 samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins og senda það í grenndarkynningu til eigenda og leigjenda húsanna við Hafnarbraut 35, Hafnarbraut 37 og Brunngötu 3.
- 4. Tröllatunga
Umsókn frá Birki Þór Stefánssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að fjarlægja hlöðu sem stendur við fjárhúsin á jörð hans og reisa í staðinn ný fjárhús ásamt vélageymslu sem verða sambyggð þeim sem fyrir eru. Meðfylgjandi eru teikningar af nýju húsunum.
Erindið samþykkt.
- 5. Önnur mál
a) Hólmadrangur.
Lagt fram erindi frá Hólmadrangi ehf. Þar sem óskað er eftir heimild til að setja niður viðvörunarskilti til að takmarka óæskilega umferð um lóð fyrirtækisins. Skiltin verði staðsett við lóðarmörk fyrirtækisins á þremur stöðum, við Höfðagötu, Norðurfjöru og við Kópnesbraut.
Erindið samþykkt.
b) Bílfarsskilti.
Erindi frá Bílfari ehf. þar sem fram koma upplýsingar um skilti fyrir þá sem óska eftir eða vilja bjóða bílfar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til sveitarstjórnar. Jafnframt bendir nefndin á samþykkt á fundi hennar 12. apríl 2012.
c) Umhverfisverðlaun.
Erindi frá Tómstundafulltrúa varðandi umhverfisverðlaun.
Nefndin samþykkir að veita umhverfisverðlaun á Hamingjudögum.
d) Ungmennahús.
Kynnt hugmynd af ungmennahúsi í Félagsheimilinu.
e) Umgengni.
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til lóðarhafa, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana að hreinsa til á lóðum sínum þannig að þær séu sveitarfélaginu og íbúum þess til sóma. Jafnframt hvetur nefndin þá íbúa sem eiga eignir á lóðum eða lendum í eigu sveitarfélagsins að fjarlægja það og koma fyrir á til þess gerðum geymslusvæðum. Nefndin óskar eftir því að bókunin verði kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Ingimundur Jóhannsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson