Umhverfis- og skipulagsnefnd - 29. nóvember 2017
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 29. nóvember 2017, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Örn Kristjánsson, Ingimundur jóhannsson, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Júlíana Sverrisdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Borgabraut 37
Erindi frá Þorkeli Jóhannssyni þar sem hann sækir um lóð við Borgabraut 37 undir heilsárshús.
Ingimundur Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Lóðin er ekki inni á gildandi deiliskipulagi. Þar sem staðsetning hennar er í samræmi við gildandi aðalskipulag samþykkir umhverfis- og skipulagsnefnd að senda stofnun lóðarinnar í grenndarkynningu til eigenda húsa við Borgabraut 21 til 35.
- Ljúfustaðir
Erindi frá Þorbirni Val Þórðarsyni þar sem hann óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40 fm. stöðuhýsi á jörð sinni Ljúfustöðum.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
- Hafnarbraut 17
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn Rafnar Friðriksdóttur, kt. 021265-4389, um leyfi til að reka gististað í flokki III
(gististaður með veitingum en þó ekki áfengisveitingum) að Hafnarbraut 17, Hólmavik.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur byggingar-fulltrúa að afla frekari upplýsinga.
- Broddanes 3
Fyrir hönd Guðbjörns Jónssonar sækir Harpa Harðardóttir um stofnun nýrrar lóðar úr jörðinni Broddanes 3. Nýja lóðin fær heitið Broddanes Fjós og á verða skráðir matshlutar nr. 7, fjós byggt 1960, og matshluti nr. 12, geymsla byggð 1965. Stærð nýju lóðarinnar er 109.6 fermetrar.
Erindið samþykkt.
- Borgabraut
Byggingarfulltrúi leggur fram upplýsingar um stærðir lóða við Borgabraut. Annars vegar stærðir samkvæmt lóðarsamningi og hins vegar mældar stærðir þeirra.
Uppdráttur með lóðarstærðum kynntur.
- Stóra Fjarðarhorn, viðbygging
Erindi, undirritað af Samúel O. Stefánssyni, þar sem hann, fyrir hönd Guðfinnu Láru Hávarðardóttur, óskar eftir byggingarleyfi fyrir 345 fermetra steinsteyptu gripahúsi við Stóra Fjarðarhorn í Kollafirði. Um er að ræða lengingu á núverandi fjárhúsi um 15 metra. Meðfylgjandi eru teikningar af viðbyggingunni.
Erindið samþykkt.
- Önnur mál
a) Lóð fyrir Flugstöðina.
Byggingarfulltrúi kynnti tillögu að lóð undir Flugstöðina, lóðin er innan flugvallarsvæðisins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka við lóðarblað fyrir Flugstöðina í samráði við lóðarhafann, Isavia.
b) Melgraseyri
Lögð fram endurbætt tillaga að útliti glugga í íbúðarhúsinu á Melgraseyri.
Tillaga að útliti glugga samþykkt.
Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Ingimundur Jóhannsson
Már Ólafsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Júlíana Sverrisdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson