Umhverfis- og skipulagsnefnd - 30. maí 2016
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn
30. maí 2016, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ingimundur Jóhannsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Borgabraut 27
Erindi frá Þorgeiri Pálssyni og Hrafnhildi Skúladóttir þar sem þau fyrir hönd eiganda Borga-brautar 27, óska eftir að fá samþykkta stækkun á lóð við Borgabraut 27, sem nemur 15 metrum frá núverandi efri lóðamörkum, upp að Borgunum. Tilgangur eigenda er að rækta landið, gróðursetja þar plöntur eins og; víðistegundir, grenitré og runna. Einnig að slá og hirða flötina betur, þannig að meiri og fallegri samfella myndist í framhaldi af núverandi lóð.
Afgreiðslu erindisins frestað þar til lokið er við að mæla upp allar lóðir við Borgabraut. - Brekkusel
Erindi frá Sævari Benediktssyni þar sem hann óskar eftir að sumarhúsalóðin Brekkusel verði gerð að frístundalóð svo möguleiki sé að byggja meira á lóðinni.
Jóhann Björn Arngrímsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Umhvefis- og skipulagsnefnd fellst ekki á erindið þar sem enginn munur er á skilgreiningu sumarhúsalóða og frístundalóða hvað varðar fjölda bygginga á óskipulögðum svæðum. Sjá nánar fyrri afgreiðslu nefndarinnar 16. október 2014 - Strandakúnst
Ásdís Jónsdóttir, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir hús Handverkshópsins Strandakúnstar við Höfðagötu á Hólmavík, á sama stað og húsið hefur staðið sl. ár.
Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs. - Deiliskipulag Nauteyri
Athugasemdafrestur vegna deiliskipulagstillögu fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri er liðinn. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum.
Hafdís Sturlaugsdóttir tekur ekki þátt í afgreiðslu erindisins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri, dagsett í febrúar 2016, verði samþykkt. - Önnur mál
a) Höfðagata 1
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististaðinn Steinhúsið 1911 að Höfðagötu 1. Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
b) Borgabraut 13
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gististað að Borgabraut 13. Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II.
Afgreiðslu frestað.
c) Víkurtún 12
Erindi frá Bryndísi Sigurðardóttir og Ingvari Péturssyni þar sem þau óska eftir leyfi til að breyta gluggapóstum á húsinu við Víkurtún 12.
Erindið samþykkt.
d) Umhverfis- og hreinsunardagur
Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hið fyrsta verði haldinn sérstakur umhverfis- og hreinsunardagur í sveitarfélaginu.
Jón Gísli Jónsson
Ingimundur Jóhannsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson