Umhverfis- og skipulagsnefnd - 4. apríl 2018
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 4. apríl 2018, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ingimundur Jóhannsson, Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Steinshús
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn Þórdunu ehf. kt. 570589-1059, um leyfi til að reka gististað í flokki II (gististaður án veitinga) í Steinshúsi að Nauteyri á Langadalsströnd.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis.
- Fell
Fyrirspurn frá Tjalling Willem Bos, eiganda jarðarinnar Fells, um hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við nýtt skógræktarsvæði á Felli eða hvort sækja þurfi um framkvæmdaleyfi.
Afgreiðslu erindisins frestað. Óskað er eftir að umsækjandi leggi fram frekari upplýsingar um hugsanlegar fornminjar á fyrirhuguðu skógræktarsvæði. - Breytingar á aðalskipulagi
Lagður fram uppdráttur vegna óverulegra breytinga á aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022. Breytingar eru í samræmi við bókanir umhverfis- og skipulagsnefndar á fundi þann 7. febrúar s.l. varðandi Hafnarbraut 17 og Fiskislóð 1.
Í samræmi við bókanir umhverfis- og skipulagsnefndar á fundi sínum þann 7. febrúar s.l., liðir 3 og 5, leggur nefndin til við sveitarstjórn að samþykkja óveruleg breytingu á aðalskipulagi, samkvæmt 2. mgr. 36 greinar skipulagslaga, í samræmi við skipulagsuppdrátt dagsettum 15. mars 2018.
Breytingarnar eru þær að annarsvegar er nýr reitur, verslunar- og þjónustu-svæði, skilgreindur fyrir lóðin að Hafnarbraut 17 og hinsvegar er nýr reitur, athafnasvæði, skilgreindur fyrir lóðina að Fiskislóð 1.
- Virkjun vindorku
Lagt fram nýtt rit Landverndar, „Virkjun vindorku á Íslandi“.
Kynnt.
- Önnur mál
a) Borgabraut 37
Fyrirspurn frá Þorkeli Jóhannssyni um hvort heimilt verði að snúa mænisstefnu frístundahúss sem þau hyggjast reisa á lóðinni þannig að hún verði þvert á þá mænisstefnu sem fram kemur á deiliskipulagi.
Ingimundur Jóhannsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki fallist á að mænisstefnu fyrirhugaðs húss verði breytt.
b) Flugstöð
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að vegurinn að Flugstöðinni og sumarhúsum í Kálfanesi fá heitið Kálfanesbraut. Flugstöðvarhúsið stendur þá við Kálfanesbraut 2.
c) Hreinsunarátak
Rætt um nauðsyn þess að skipuleggja hreinsunarátak í sveitarfélaginu. Ákveðið að ræða það frekar á næsta fundi.
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ingimundur Jóhannsson
Már Ólafsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson