Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5. apríl 2017
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn
5. apríl 2017, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Ingimundur Jóhannsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Stöðuleyfi fyrir smáhýsi
Tekin fyrir að nýju ósk Borgars Þórarinssonar og Valgeirs Arnar Kristjánssonar um stöðuleyfi fyrir fjórum smáhýsum á Galdratúni við Skjaldbökuslóð. Smáhýsin eru braggalaga í tveimur mismunandi stærðum, 15 m2 og 21 m2. Áður á dagskrá nefndarinnar 13. mars s.l.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir fjórum smáhýsum á Galdratúni til eins árs. Byggingarfulltrúa falið að ganga frá tillögu að staðsetningu smáhýsanna í samráði við umsækjendur og forráðamenn Strandagaldurs og Strandakúnstar.
- Hafnarbraut 19
Erindi frá Sparisjóði Strandamanna, undirritað af Guðmundi B. Magnússyni, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta útliti tveggja glugga á vesturhlið húseignarinnar að Hafnarbraut 19, neðri hæð.
Jóhann Björn Arngímsson kemur til fundar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að löglegt björgunarop komi í annan gluggann.
- Tjaldsvæði
Kynntar hugmyndir af skiltum sem sett yrðu upp á opnum svæðum í sveitarfélaginu með ábendingum til ferðamanna um tjaldsvæði og salerni. Um er að ræða skilti
ca. 20 x 30 eða 30 x 40 cm sem sett yrðu á staura. Sjá nánar á meðfylgjandi myndum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að slík skilti verði útbúin og sett upp á opnum svæðum og öðrum stöðum þar sem ferðamenn hafa viðkomu.
- Önnur mál
a) Lóð fyrir steypustöð.
Farið yfir stöðu mála varðandi lóð fyrir steypustöð, áður rætt á síðasta fundi nefndarinnar.
Jón Gísli Jónsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Már Ólafsson
Ingimundur Jóhannsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson