A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 7. mars 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

7. mars  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Ingimundur Jóhannsson,  Már Ólafsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Valgeir Örn Kristjánsson, Einar Indriðason og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Deiliskipulag Nauteyri

    Erindi frá Teiknistofunni Eik ehf. þar sem, fyrir hönd landeigenda að Nauteyri, óskað er eftir að deiliskipulagstillaga fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri verði tekin til meðferðar skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að deiliskipulagstillaga fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri, dagsett 12. febrúar 2016, fari í lögbundið auglýsingaferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

  2. Skipulagsstofnun - Matsáætlun

    Erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er eftir að Strandabyggð gefi umsögn um matsáætlun vegna framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjó í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells ehf. 

    Umhverfis- og skipulagsnefnd telur, að í tillögu að matsáætlun um framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í sjó í Ísafjarðardjúpi á vegum Háafells, sé nægjanlega vel gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar og öðrum þeim þáttum er fram koma í beiðni Skipulagsstofnunar.

  3. Skeljavík lóð 6

    Umsókn frá Helga Jenssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að reisa sumarhús á lóð   nr. 6 í Skeljavík samkvæmt meðfylgjandi teikningum.  Höfundur teikninga er Halldór Stefánsson byggingatæknifræðingur.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um að björgunarop komi úr geymsluloftinu. Einnig telur nefndin æskilegt að húsið hafi sömu mænisstefnu og hús á lóð númer 7.

  4. Frístundabyggð í Skeljavík

    Lögð fram uppfærð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Skeljavík. Drögin eru unnin af Landmótun ehf.  deiliskipulagið var áður á dagskrá nefndarinnar 18. janúar s.l.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í Skeljavík, dagsett 3. mars 2016, fari í lögbundið auglýsingaferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Jafnframt beinir nefndin því til sveitarstjórnar að unnin verði fornleifakönnun fyrir deiliskipulagssvæðið á auglýsingartímanum.

  5. Hafnarbraut 25

    Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna nýs rekstrarleyfis fyrir Hafnarbraut 25.  Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II, umsækjandi er IVH ehf.  kt. 590116-3000.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu nýs rekstrarleyfis fyrir Hafnarbraut 25.

  6. Hallsstaðir, stofnun lóðar.

    Umsókn frá Reyni Snædal Magnússyni um stofnun nýrrar lóðar í fasteignaskrá, úr landi jarðarinnar Hallsstaða.

    Erindið samþykkt.

  7. Borgabraut 4.

    Lagðar fram teikningar er sýna fyrirhugaðar breytingar á FinnaHótel að Borgabraut 4.  Breytingarnar verða unnar í nokkrum áföngum og er óskað eftir heimild umhverfis- og skipulagsnefndar til að hefja framkvæmdir við 1. áfanga.

    Jón Gísli Jónsson og Jóhann Björn Arngrímsson víkja af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd veitir heimild fyrir framkvæmdum við 1. áfanga verksins.  Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um næstu verkáfanga.  Hurð úr kjallara að móttöku skal vera EI2 30-CSm.  

  8. Önnur mál

    Engin önnur mál.

  

Jón Gísli Jónsson
Ingimundur Jóhannsson
Már Ólafsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón