A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 8. ágúst 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn

8. ágúst  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafdís Sturlaugsdóttir,  Ingimundur Jóhannsson, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Broddadalsá
    Umsókn frá Davíð Erlingssyni og Torfa Halldórssyni eigendum Broddadalsár um stofnun nýrrar lóðar úr jörðinni.  Lóðin fær heitið Ennishöfði – 2 og er ætluð fyrir fjarskiptahús og mastur í eigu Neyðarlínunnar.

    Afgreiðslu erindisins frestað vegna óvissu um landamerki.

  2. Brunngata 2
    Erindi frá sveitarstjóra Strandabyggðar þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á leikskólanum við Brunngötu samkvæmt meðfylgjandi teikningum.

    Erindið samþykkt.

  3. Afgreiðslur byggingarfulltrúa
    Kynntar afgreiðslur byggingarfulltrúa á erindum sem borist hafa frá sýslumanni vegna umsókna um rekstrarleyfi fyrir gististaði.

    a) Borgabraut 13
    Ekki var hægt að mæla með samþykkt umsóknarinnar þar sem fyrirhuguð starfsemi er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Strandabyggðar 2010 – 2022 þar sem Borgabraut 13 er á skilgreindu íbúðarsvæði.

    b) Borgabraut 29
    Ekki var hægt að mæla með samþykkt umsóknarinnar þar sem fyrirhuguð starfsemi er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Strandabyggðar 2010 – 2022 þar sem Borgabraut 29 er á skilgreindu svæði fyrir frístundabyggð.

    c) Hafnarbraut 7
    Ekki voru gerðar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis fyrir gistingu að Hafnarbraut 7.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslur byggingarfulltrúa.

  4. Önnur mál
    a)  Útleiga íbúða.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að láta kanna umfang skammtímaleigu íbúða til ferðamanna og leyfismál þeim viðvíkjandi.

 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Ingimundur Jóhannsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Már Ólafsson

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón