A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 05.09.2024

Fundargerð

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 5. september 2024, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Þröstur Áskelsson, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Atli Már Atlason, og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð, Hlynur Torfi Torfason var í fjarfundarbúnaði ásamt Margréti Ólafsdóttur frá Landsmótun ehf.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Aðalskipulag Strandabyggðar 2021 – 2033, afgreiðsla skv. 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga.
Lögð fram tillaga að nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 að lokinni kynningu vinnslutillögu, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Margrét Ólafsdóttir frá Landmótun fór yfir umsagnir sem bárust og viðbrögð við þeim.


Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

 

2. Deiliskipulag Kvíslatunguvirkjunar, tillaga á vinnslustigi til kynningar sbr. 4. Mgr. 40. Gr. Skipulagslaga.

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi Kvíslatunguvirkjunar á vinnslustigi, sbr. erindi Orkubú Vestfjarða dags. 3. september 2024 þar sem óskað er að tillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum.


Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði kynnt í samræmi við 4. mgr 40. gr. skipulagslaga.


3. Hólmadrangur – Erindi um breytt staðfang.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og breyta staðfangi Höfðagötu 3a í Kópnesbraut 2.


4. Hólmadrangur – Erindi um breytt lóðarmörk.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu af þeirri ástæðu að ekki sé þörf á að breyta fyrirkomulagi lóðarmarka og loka þannig aðgengi umferðar. Formaður er mótfallinn afgreiðslu meirihlutar umhverfis- og skipulagsnefndar.


5. Hólmadrangur – Erindi um færslu á matshluta Hólmadrangs.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn samþykkja erindið.


6. Ísak Lárusson – Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt að Selflóa.
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga, sbr. erindi landeiganda dags. 10. júní 2024.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.


7. Naomi Désirée Bos – Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt að Felli.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta afgreiðslu málsins og óska eftir skýringum á nokkrum óljósum atriðum. Formanni umhverfis- og skipulagsnefndar er falið að ræða við umsækjanda.


8. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf – Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu nýrrar hitaveitulagnar að Nauteyri
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga, sbr. erindi Hraðfrystihúsins – Gunnvarar dags. 16. júlí 2024.

Umhverfis og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin verði samþykkt.


9. Umsókn um stækkun lóða að Borgabraut 25,27 og 29.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lóðirnar í samræmi við uppdrátt frá byggingarfulltrúa dagsettan 3.9.2024.


10. Deiliskipulag Skeljavík
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að óska eftir því við Landmótun ehf að tvær sumarhúsalóðirnar næst Djúpvegi, verði færðar fjær Djúpvegi og ný vegtenging verði frá Þverárvirkjunarvegi.


11. Gjaldskrá byggingarleyfis/heimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Strandabyggð.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fresta erindinu vegna gögn bárust ekki í tíma.

 

 

Fundi slitið kl 19:20

_____________________________ ______________________________
_____________________________ ______________________________
_____________________________ ______________________________
_____________________________ ______________________________
_____________________________ ______________________________

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón