A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 11. janúar 2012

Fundur haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 11. janúar 2012 kl. 18:15 á skrifstofu sveitarfélagsins. Mættir voru Jón Gísli Jónsson formaður, Valgeir Kristjánsson, Elfa Björk Bragadóttir, Ingibjörg Emilsdóttir og Ingimundur Jóhannsson. Gísli Gunnlaugsson var í símanum.

Dagskrá fundarins:

1. Kópnesbraut 4 og 4b
Borist hafa svör frá húseigendum við Kópnesbraut 4 og 4b, í framhaldi af bókun nefndarinnar á fundi hennar 17. nóvember s.l. þar sem fjallað var um lóðarmörk milli þessara tveggja lóða.

2. Erindi frá Skipulagsstofnun. Fiskeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 28. desember 2011, samkvæmt 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um fyrirhugaða 7000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. Reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Strandabyggð gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum framangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

3. Önnur mál

Og þá var gengið til dagskrár

1. Kópnesbraut 4 og 4b
Borist hafa svör frá húseigendum við Kópnesbraut 4 og 4b, í framhaldi af bókun nefndarinnar á fundi hennar 17. nóvember s.l. þar sem fjallað var um lóðarmörk milli þessara tveggja lóða.

Lóðarhafi við Kópnesbraut 4b fer fram á að óskiptu landi sveitarfélagsins milli Kópnesbrautar 4b og Kópnesbrautar 4 verði bætt við lóð Kópnesbrautar 4b. Lóðarhafi við Kópnesbraut 4 fer fram á að lóðarmörk milli Kópnesbrautar 4b og 4 verði á miðlínu í óskiptu landi milli lóðanna. Sjónarmið lóðarhafa eru ósamrýmanleg og ekki hefur náðst samkomulag um breytt lóðarmörk. US gerir tillögu um að lóðarmörk milli Kópnesbrautar 4 og Kópnesbrautar 4b verði 1 m frá skúrvegg á Kópnesbraut 4. Vísað er til meiri hagsmuna lóðarhafa við Kópnesbraut 4b af því að fá stækkun lóðar sinnar vegna nýtingarmöguleika hússins og með hliðsjón af útliti hússins og umhverfi. Með tillögunni er reynt að koma til móts við ósamrýmanleg sjónarmið aðila og báðum gefið tækifæri á að fá stækkun lóðar sinnar. Þrír nefndarmenn samþykktu þessa tillögu á móti tveimur sem vildu að miðlína myndi gilda.


2. Erindi frá Skipulagsstofnun. Fiskeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi
Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 28. desember 2011, samkvæmt 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um fyrirhugaða 7000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. Reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Strandabyggð gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum framangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Með hliðsjón af þriðja viðauka 106/2000 telur US þörf á að senda fyrirhugaða 7000 tonna framleiðslu á eldisfiski í umhverfismat. Ástæða ákvörðunarinnar er umfang framleiðslunnar ásamt því að viðkvæmar veiðiár eru í nágrenninu. Fjórir samþykktu ákvörðunina og einn á móti.

3. Önnur mál

a. Umsókn um byggingu frá Sævari Benediktssyni
Erindi frestað til næsta fundar

b. Skýrsla um drög að skipulagi á gróðursvæðum á Hólmavík
Farið yfir skýrsluna og lýsir nefndin yfir ánægju með þessa skýrslu. Nefndin telur nauðsynlegt að funda með höfundum skýrslunnar og fara yfir hana og móta áætlun út frá henni.

Fundi slitið 19:40

Jón Gísli Jónsson formaður
Valgeir Kristjánsson
Elfa Björk Bragadóttir
Ingibjörg Emilsdóttir
Ingimundur Jóhannsson
Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón