Umhverfis- og skipulagsnefnd 12. nóvember 2012
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
1. Lóðarumsókn
Erindi frá Hlyni Þór Ragnarssyni, þar sem hann fyrir hönd Hlynsverks slf., óskar eftir byggingarlóð undir iðnaðarhús við Skeiði 8.
Samþykkt að úthluta lóðinni við Skeiði 8 til Hlynsverks slf. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
2. Skjaldfönn
Umsókn frá Indriða Aðalsteinssyni Skjaldfönn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun bakkavarna við Selá. Erindi hefur verið sent til Fiskistofu vegna framkvæmdanna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun bakkavarna þegar umsagnir lögbundinna umsagnaraðila liggja fyrir. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki eigenda annarra jarða sem eiga land að ánni.
3. Grenndarkynningar
Farið yfir svör við grenndarkynningum vegna Lækjartúns 9, Miðtúns 9 og Höfðatúns 1 og 3 sem samþykkt var að framkvæma á fundi nefndarinnar 10. september s.l..
Þar sem ekki hafa allir umsagnaraðilar skilað inn umsögnum er málinu frestað til næsta fundar.
4. Tillögur að deiliskipulagi
Lagðar fram tvær tillögur vegna deiliskipulagsvinnu. Annarsvegar vegna lóðarinnar við Brunngötu 7 og hins vegar við innri hluta Kópnesbrautar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að senda tillögu um lóð við Brunngötu 7 í grenndarkynningu til húseigenda við Brunngötu 1, 2, 3, 4 og ,5 einnig til húseigenda við Hafnarbraut 29, 31 og 33.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagsuppdrætti fyrir nýjar lóðir við Kópnesbraut fari í áframhaldandi vinnslu við aðal- og deiliskipulags-breytingu.
5. Erindi afgreidd af byggingarfulltrúa
Byggingarfulltrúi kynnir erindi sem hann hefur samþykkt frá síðasta fundi nefndarinnar.
a) Klæðning Fundarhúss á Óspakseyri að utan með bárujárni
b) Rif á reykkofa á Einfætingsgili.
c) Bygging þriggja íbúða raðhúss við Miðtún 15-19 í samræmi við samþykkt nefndarinnar frá 10. september s.l.
d) Setja veggi undir skyggni á norðurhlið hússins við Bröttugötu 4 og útbúa þar geymslu.
Erindin kynnt.
6. Önnur mál.
a) Útihús við Víðidalsá.
Kynnt tillaga byggingarfulltrúa að lóð undir útihúsin við Víðidalsá. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leit. Nefndin felur byggingarfulltrúa að ganga frá lóðarblaði í samráði við eigendur útihúsanna.
b) Lóðarúthlutanir.
Samþykkt að taka saman lista yfir lóðarúthlutanir síðustu ára þar sem fram kemur m.a. á hvaða lóðum framkvæmdir hafa ekki hafist.
Jón Gísli Jónsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Elfa Björk Bragadóttir
Hafdís Sturlaugsdóttir
Stefán Jónsson
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson