Umhverfis- og skipulagsnefnd 31. maí 2017
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn
31. maí 2017, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Már Ólafsson, Valgeir Örn Kristjánsson, Kristín Lilja Sverrisdóttir, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Broddanes Hostel
Beiðni frá Sýslumanninum á Vestfjörðum um umsögn um umsókn vegna endurnýjunar rekstrarleyfis fyrir Broddanes Hostel í Broddanesskóla. Sótt er um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki III, umsækjandi er Áratak ehf. kt. 610109-0470.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Broddanes Hostel.
- Auglýsingaskilti
Erindi frá Láka Tours SH-55 kt. 510310-1010, undirritað af Gísla Ólafssyni, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp skilti meðfram þjóðvegi. Skiltin verða staðsett utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar, um það bil 2 km norðan og sunnan við Hólmavík. Óskað er eftir leyfi fyrir skiltunum frá 13. júní til 25. ágúst.
Már Ólafsson víkur af fundi við afgreiðslu erindisins.
Erindið samþykkt enda verði skiltin staðsett innan skilgreindra þéttbýlismarka í aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 – 2022. - Deiliskipulag frístundabyggðar í Skeljavík
Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík. Í tillögunni hefur verið tekið tillit til umsagna sem bárust við skipulagslýsinguna og fjallað var um á fundi nefndarinnar 13. mars s.l.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í Skeljavík, dagsett 6. apríl 2017, fari í lögbundið auglýsing og kynningaferli samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Í deiliskipulagstillögunni hefur verið tekið tillit til ábendinga frá umsagnarðilum við fyrri deiliskipulagstillögu sem fjallað var um á fundi nefndarinnar 12. desember s.l.
- Umsókn um tún á leigu
Erindi frá Ástu Þórisdóttir þar sem hún óskar eftir túní á leigu hjá Strandabyggð. Túnið hyggs hún nýta til tilraunaræktunar á byggi til matvælaframleiðslu.
Afgreiðslu erindisins frestað. Nefndin óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um tún í eigu sveitarfélagsins. - Önnur mál
a) Vegagerðin hefur upplýst sveitarfélagið um að í sumar verði sett upp bráðabirgðasalerni á tveimur áningarstöðum í Strandabyggð. Verða þau væntanlega staðsett við Kirkjuból og við Hvannadalsá.
Jón Gísli Jónsson
Jóhann Björn Arngrímsson
Már Ólafsson
Valgeir Örn Kristjánsson
Kristín Lilja Sverrisdóttir
Einar Indriðason
Gísli Gunnlaugsson