A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 3. júní 2019

Fundargerð

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 3. júní  2019,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Hafdís Sturlaugsdóttir, Atli Már Atlason og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  1. Höfðagata 14

Tekið fyrir erindi frá Æður ehf, undirritað af Önnu Þorbjörgu Stefánsdóttir, þar sem óskað er eftir leyfi til að gera breytingar á Höfðagötu 14.  Meðal breytinga er að setja tvískipta vængjahurð á bakhlið hússins á efri hæð, lagfæra glugga og skipta um klæðningu á bakhlið hússins.

 

Erindið samþykkt.
 

2.     Skeljavík lóð 6

Lögð fram umsókn frá Sturla Einarssyni þar sem hann óskar eftir heimild til að reisa sumarhús á lóð 6 í Skeljavík.  Húsið samanstendur af tveimur húseiningum sem koma tilbúnar á staðinn og byggingu sem reist verður á milli þeirra.

 

Erindið samþykkt.

 

 3.     Kópnesbraut 21

Lagt fram erindi frá Brynju Guðlaugsdóttir og Jóni Gísla Jónssyni þar sem þau óska eftir heimild til að gera breytingar á gluggapóstum á húsi sínu við Kópnesbraut 21.

Einnig óska þau eftir að lóð þeirra verði mæld upp og stækkuð.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir breytingu á gluggum.  Nefndin felur byggingarfulltrúa að mæla upp lóðir við Kópnesbraut 17 til 25.

 

 4.     Umhverfisvottun á Vestfjörðum

Lögð fram framkvæmdaáætlun 2019-2024 vegna umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum samkvæmt staðli Eart Check fyrir sveitarfélög.

 

Framkvæmdaáætunin kynnt.

 

 5.     Laga- og reglugerðarskrá

Lögð fram laga- og reglugerðarskrá sem hluti af umhverfisstjórnunarkerfi Vestfjarðastofu.

 

Laga- og reglugerðarskrá kynnt.

 

 6.     Minnisblað - samráðsfundur

Kynnt minnisblað sveitarstjóra vegna samráðsfundar fulltrúa Strandabyggðar, Reykhóla og Dalabyggðar.

 

Minnisblaðið kynnt.

 

 7.     Önnur mál

 

a)     Minnisblað – umhverfisátak

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um unhverfisátak sem hafið er í sveitarfélaginu.

 

Rætt um umhverfisátakið.

 

b)    Umferðarsammþykkt

Fyrirspurn kom fram um hver staða á vinnu við umferðarsamþykkt væri.  Formaður nefndarinnar um kann það.

 

c)     Göngustígar

Rætt um gerð göngustíga, annars vegar frá Ósi að Hólmavík, flóa meginn og hins vegar frá Kálfaneslæk að Hvítá.

 

 

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir

 Hafdís Sturlaugsdóttir

 Atli Már Atlason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón