A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd 6. maí 2021

 

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 6 maí 2021, kl. 18:00 í Hnyðju á Hólmavík.
Fundinn sátu: Jóhann Björn Arngrímsson, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Atli Már Atlason, Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi ritaði fundargerð.


Dagskrá fundarins er eftirfarandi:


1. Skógrækt Gröf

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að málinu verði frestað þar sem enn vantar umsagnir til að hægt sé að afgreiða málið og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.


2. Finna Hótel, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að reiturinn, sem er skilgreindur V3 í aðalskipulagi Strandabyggðar, sé fullbyggður og er erindinu því hafnað.


3. Hafnarbraut 2, grenndarkynning varðandi umsókn um byggingarleyfi.

Skipulagsfulltrúa var falið að afgreiða málið og grenndarkynnti umsóknina, en engar athugasemdir bárust.


4. Melgraseyri, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja umsóknina, og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið.


5. Skeljavík, umsókn um byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið.


6. Brekkusel, umsókn um breytta notkun úr frístundahúsi í íbúðarhús

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til sveitastjórnar til afgreiðslu.


7. Tunga, umsókn um stofnun lóðar og byggingarleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja umsóknirnar og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málin.


8. Melgraseyri, umsókn um breytta notkun úr íbúðarhúsi í frístundahús.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið.


9. Breyting á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Kaldrananeshrepps.

 


Fundi slitið kl: 19:35


Jóhann Björn Arngrímsson 

Hafdís Sturlaugsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir 

Ágúst Helgi Sigurðsson 

Atli Már Atlason 

Þórður Már Sigfússon 

Grettir Örn Ásmundsson 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón