Umhverfis- og skipulagsnefnd 6.október 2021
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 6. október 2021, kl. 18:00 í Hnyðju á Hólmavík.
Fundinn sátu: Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ágúst Helgi Sigurðsson, Jóhann Björn Arngrímsson boðaði forföll og í hans stað sat Ingimundur Jóhannson. Auk þess mættu Unnur Viðarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann fundargerð.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Gröf, skógræktaráform.
Lögð er fram umsókn um skógræktaráform frá Ingimundi Grétarssyni, f.h. Hlöðuteigs sf., í landi Grafar í Bitrufirði. Vék Ingimundur Jóhannson þá af fundi.
Í framkvæmdinni felst ræktun skógar á um 110 ha svæði sbr. meðfylgjandi yfirlitsmynd. Áformin hafa verið grenndarkynnt og bárust umsagnir frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
Í umsögn Minjastofnunar, dagsett 7.7.2021 er gerð krafa um fornleifaskráningu svæðisins þar sem slík skráning hefur ekki farið fram. Krafa Minjastofnunar er gerð með vísun í 16. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Í umsögn Umhverfisstofnunar, dagsett 24. mars 2021 kemur fram að stofnunin teldu mjög jákvætt að við skógræktina verði votlendi hlíft og að leitast verði við að gera skóginn að jákvæðri viðbót við landslag á svæðinu. Að öðru leyti gerði Umhverfisstofnun ekki athugasemdir við umrædda framkvæmd.
Í umsögn frá Vegagerðinni dagsett 31. mars 2021 er bent á að Krossársdalsvegur (641-01) er skilgreindur sem héraðsvegur og veghelgunarsvæðið er 15 m frá miðlínu. Auk þess bendir Vegagerðin á í umsögn sinni að skv. vegalögum nr. 80/2007 er veghelgunarsvæði stofnvega 30 m til hvorrar handar frá miðlínu vega en 15 m frá miðlínu annarra þjóðvega. Framkvæmdir innan veghelgunarsvæða eru háðar leyfi frá Vegagerðinni.
Athugasemdir bárust frá landeigendum jarðanna Einfætingsgils og Árdals.
Í athugasemdunum er tekið fram að mikil snjósöfnun mun verða á veginum verði girðing eða tré sett niður við mörk skógræktarsvæðisins og er því farið fram á að fjarlægð girðingar frá vegi verði 100 metrar hið minnsta. Landeigendur Einfætingsgils og Árdals benda einnig á að raflína & ljósleiðari liggur í gegnum svæðið.
Landeigendur óska jafnframt eftir útskýringu á orðalagi því er viðhaft var í grenndarkynningu um að fyrirhugað skógræktarsvæði er að mestu hlíðin ofan bæjarhúsanna um 110 ha að stærð. Skipulagsnefnd tekur undir að vissulega hefði orðalagið þurft að vera skýrara en verið var að vísa til þess að fyrirhugað skógræktarsvæði verður í ofar í landinu/hlíðinni en bæjarhúsin og þar er einnig átt við um hlíðina fjarri íbúðarhúsunum.
Landeigendur óskuðu eftir upplýsingum um hvaða votlendissvæði verði hlíft.
Skipulagsnefnd vísar í umsögn Umhverfisstofnunar.
Skipulagsnefnd Strandabyggðar telur að skógræktaráformin séu ekki háð framkvæmdaleyfi þar sem skógræktarsvæðið er innan við 200 ha og þá samræmast þau skilmálum aðalskipulags Strandabyggðar um landbúnaðarsvæði þar sem stefnt verði að eflingu skógræktar í sveitarfélaginu. Jafnframt falla þau undir skilgreindan landbúnaðarflokk tvö.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Strandabyggðar að erindið verði samþykkt með fyrirvara um breytta afmörkun svæðisins, en ljóst er að jarðstrengir liggja undir suðvesturhluta fyrirhugaðs skógræktarsvæðis. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að mörk fyrirhugaðs skógræktarsvæðis verði 12 metra norðan við legu jarðstrengja á svæðinu. Nefndin telur framkvæmdina ekki tilkynningarskylda samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 viðauka 1
Ingimundur Jóhannsson kom aftur á fundinn.
2. Sævar Benediktsson f.h. Bjarnveigar ehf, umsókn um byggingarleyfi (bílgeymsla) í Brekkuseli lóð 1.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindið, gegn því að fullnægjandi gögnum sé skilað inn til byggingarfulltrúa.
3. Jóhanna Guðmundsdóttir, umsókn um byggingarleyfi (viðbygging) að Borgabraut 31.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja erindið, gegn því að fullnægjandi gögnum sé skilað inn til byggingarfulltrúa.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa & skipulagsfulltrúa að skoða lóðarmörk þar sem misræmi er á milli þinglýsts lóðarsamnings og deiliskipulags.
4. Lóðaruppdráttur, Hafnarbraut 2, staðfest lóðarmörk.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lóðarmörkin.
5. Lóðaruppdráttur, Jón Gísli Jónsson, Kópnesbraut 21, umsókn um stækkun lóðar frá 349 m2 í 1496 m2
Jón Gísli Jónsson víkur af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
Jón Gísli Jónsson sneri aftur til fundar.
6. Önnur mál
a. Einar Indriðasson sækir um niðurrif á geymslu í Árdal, byggð 1952, 25.6 m2mhl 10.
Þórður Már Sigfússon yfirgefur fundinn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
b. Victor Örn Victorsson sækir um byggingarleyfi vegna útlitsbreytingar á hesthúsi á Víðidalsá, hækkun á þaki & bæta við gluggum á austurhlið hússins.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.
c. Magnús Ágústsson leggur fram viðgerðaráætlun vegna Kópnesbrautar 3b til tilkynningar.
d. Beitningarskúrar og gámar á Höfðagötu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að yfirfara þurfi skipulag umhirðu beitingarskúra og gáma á Höfðagötu. Stefnt er að því að leggja fram tillögu um efni á næsti fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fundi slitið kl 20:10
Jón Gísli Jónsson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir
Ágúst Helgi Sigurðsson
Ingimundur Jóhannsson
Unnur Viðarsdóttir