Umhverfis- og skipulagsnefnd, 7. maí 2020
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 7.5 2020, kl. 17:00 í Hnyðju.
Fundinn sátu: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Júlíana Ágústsdóttir og Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritaði hann einnig fundargerð. Valdimar Kolka Eiríksson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs sat einnig fundinn.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Strandagaldur – skilti
Umhverfis- & Skipulagsnefnd telur að skilti af þessari stærðargráðu henti ekki innanbæjar en leggur til að þau verði staðsett á svipuðum slóðum og skilti Krambúðarinnar & með samþykki landeiganda. Einnig hafnar nefndin skiltum á ljósastaurum með vísan í reglur um almenn skilti í landi Strandabyggðar. 3 gr. 1 málsgrein.
2. Erindi vegna græns svæðis Hafnarbraut 20
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að í stað grasbalans, sem var fjarlægður, verði sett ryklítið efni þar sem grasbalinn var ætlaður til að hindra ágang moldarryks.
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur áherslu á að eftirleiðis verði búið að afla leyfisveitinga áður framkvæmdir hefjast á lóðum sveitarfélagsins.
3. Minnisblað vegna Hafnarbrautar 20 og 22
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur til að skipuleggja svæðið frá Hafnarbraut (innan Seyð) milli sjávar og Hafnarbrautar, Höfðagötu og verði flýtt vegna ásýnd staðarins og fjölda ferðamanna.
4. Minnisblað vegna skipulags hafnarsvæðis á Hólmavík
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að þetta erindi verði tekið inn í væntanlegt aðalskipulag svæðisins.
5. Erindi vegna ærslabelgs
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
6. Bílastæði á Skeiði – reglur
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja reglurnar um bílastæði á Skeiði.
7. Earth Check kynning
Lagt fram til kynningar
8. Önnur mál
Húsbílastæði – Gjaldfrjáls stæði fyrir sjálfbæra húsbíla.
Umhverfis- & Skipulagsnefnd leggur til að bílastæði við félagsheimilið verði nýtt sem gjaldfrjáls stæði fyrir sjálfbæra húsbíla sem þurfa enga þjónustu vegna ástands út af Covid-19 í sumar 2020.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19.30